Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:18 Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland geta lært ýmislegt frá öðrum löndum. Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42