Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:11 Perez Reed er grunaður um sex morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. AP/St. Louis County Justice Services Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira