Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 12:02 Lilja endurskipaði Arnór Guðmundsson í embætti forstjóra Menntamálastofnunar í fyrra en hann var skipaður í fimm ár. vísir/vilhelm Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Sjá meira