Pippen heldur áfram að dissa Jordan: „Flensa? Í alvöru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 13:19 Michael Jordan og Scottie Pippen mynduðu eitt besta tvíeyki í sögu NBA-deildarinnar. getty/Jo Scottie Pippen heldur áfram að skjóta á sinn gamla liðsfélaga, Michael Jordan, í nýlegu viðtali gerði hann lítið úr flensuleiknum svokallaða. Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira