Þungavigtin: Aron hélt að einhver væri að herma eftir Klinsmann Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Kristján Óli Sigurðsson, Rikki G og Mikael Nikulásson mynda Þungavigtina. þungavigtin Aron Jóhannsson segist ekki hafa trúað því þegar Jürgen Klinsmann hringdi í hann og reyndi að fá hann til að spila fyrir bandaríska landsliðið. Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“ Þungavigtin Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“
Þungavigtin Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira