Þungavigtin: Aron hélt að einhver væri að herma eftir Klinsmann Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Kristján Óli Sigurðsson, Rikki G og Mikael Nikulásson mynda Þungavigtina. þungavigtin Aron Jóhannsson segist ekki hafa trúað því þegar Jürgen Klinsmann hringdi í hann og reyndi að fá hann til að spila fyrir bandaríska landsliðið. Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“ Þungavigtin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“
Þungavigtin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn