Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2021 07:05 Arnór Guðmundsson hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá árinu 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum sem Fréttablaðið hefur undir höndum og fjallar um í dag. Þar segir að sjö af ellefu áhættuþáttum séu metnir rauðir, sem tákni óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt er að bregðast við án tafar. Þá er vitnað í niðurstöðukafla þar sem segir að: „…núverandi stjórnarhættir hafa skapað óæskilegan starfsanda sem ógnar öryggi og heilsu starfsfólks.“ Í blaðinu kemur einnig fram að öll atriðin tengist stjórnun stofnunarinnar með beinum eða óbeinum hætti og að meirihluti starfsfólks hafi lýst yfir vantrausti á hendur forstjóranum. Að auki kemur fram í matinu að helmingur starfsfólks telji sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega, kynbundna áreitni eða of beldi á vinnustað. Í könnun ráðuneytisins frá í sumar kom fram að þrettán prósent starfsmanna stofnunarinnar hafi orðið fyrir einelti í starfi og 25 prósent orðið vitni að einelti á vinnustað. Í sömu könnun kom fram að 61 prósent starfsmanna beri ekki traust til forstjórans Arnórs Guðmundssonar og að 60 prósent beri ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar. 98 prósent starfsmanna svöruðu könnuninni. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Málefni Menntamálstofnunnar til skoðunar og litin alvarlegum augum Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. 29. júlí 2021 12:10 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum sem Fréttablaðið hefur undir höndum og fjallar um í dag. Þar segir að sjö af ellefu áhættuþáttum séu metnir rauðir, sem tákni óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt er að bregðast við án tafar. Þá er vitnað í niðurstöðukafla þar sem segir að: „…núverandi stjórnarhættir hafa skapað óæskilegan starfsanda sem ógnar öryggi og heilsu starfsfólks.“ Í blaðinu kemur einnig fram að öll atriðin tengist stjórnun stofnunarinnar með beinum eða óbeinum hætti og að meirihluti starfsfólks hafi lýst yfir vantrausti á hendur forstjóranum. Að auki kemur fram í matinu að helmingur starfsfólks telji sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega, kynbundna áreitni eða of beldi á vinnustað. Í könnun ráðuneytisins frá í sumar kom fram að þrettán prósent starfsmanna stofnunarinnar hafi orðið fyrir einelti í starfi og 25 prósent orðið vitni að einelti á vinnustað. Í sömu könnun kom fram að 61 prósent starfsmanna beri ekki traust til forstjórans Arnórs Guðmundssonar og að 60 prósent beri ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar. 98 prósent starfsmanna svöruðu könnuninni.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Málefni Menntamálstofnunnar til skoðunar og litin alvarlegum augum Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. 29. júlí 2021 12:10 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Málefni Menntamálstofnunnar til skoðunar og litin alvarlegum augum Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. 29. júlí 2021 12:10