Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 20:39 Fólk leggur hér blóm á minnisvarða um þau sem létust á tónleikunum. AP/Robert Bumsted Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Sá yngsti í hópi hinna látnu var hinn 14 ára John Hilgert. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Hilgert nýnemi í gagnfræðaskóla í Houston. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Hilgert mætt snemma á tónleikana til þess að taka frá stað framarlega á tónleikunum fyrir sig og vini sína. Næstyngst hinna látnu var Brianna Rodriguez, 16 ára. Hún var sömuleiðis í gagnfræðaskóla í Texas. Í kjölfar andláts hennar kom fjölskylda hennar á fót söfnunarsíðu fyrir útför hennar. Markið var sett á 30.000 dollara, eða um 3,9 milljónir. Þegar þetta er skrifað hefur safnast rúmlega tvöföld sú upphæð. Tveir hinna látnu voru frá bænum Naperville í Illinois. Það voru þeir Jacob Jurinek, sem var tvítugur, og Franco Patiño, 21 árs. Sá fimmti sem lést var einnig 21 árs og hét Axel Acosta. Hann var frá smábænum Tieton í Washington-ríki. Fjölskylda Acosta er í hópi þeirra sem hefur höfðað mál á hendur rapparanum Scott og skipuleggjendum tónleikanna vegna þess sem gerðist. Laganeminn Rudy Peña lést einnig á tónleikunum. Hann var frá Laredo í Texas og var 23 ára. Þar var námskonan Madison Dubiski frá Cypress í Texas einnig. Hún var á tónleikunum með bróður sínum, en þau urðu viðskila í mannhafinu. Elstur þeirra sem lést var hinn 27 ára gamli Danish Baig. BBC hefur eftir bróður hans að Baig hafi látist þegar hann reyndi að forða eiginkonu sinni frá því að verða undir í troðningnum sem myndaðist á tónleikunum. Líkt og áður sagði slösuðust hundruð manna á tónleikunum. Þeirra á meðal er níu ára drengur sem haldið er sofandi á gjörgæslu vegna alvarlegs heilaskaða sem hann beið. Kallað eftir óháðri rannsókn AP-fréttaveitan greinir frá því að sérfræðingar vestanhafs kalli nú eftir því að sjálfstæð rannsókn á tildrögum mannfallsins á tónleikunum verði gerð. Það er, að lögreglan í Houston muni ekki fara með rannsókn málsins. Ástæðan er sú að lögreglan í Houston hafði það hlutverk að gæta að öryggi tónleikagesta. Því kunni lögregludeildin í raun að vera að rannsaka sjálfa sig, ráðist hún í rannsókn á því sem átti sér stað á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00