Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 15:12 Mótmælendur atyrðast við stuðningsmann Söru Duterte-Carpio í sendiferðabíl. Vísir/EPA Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. Lengi hefur verið rætt um að Duterte-Carpio gæti tekið við af föður sínum sem forseti Filippseyja. Hún tjáði stuðningsmönnum sínum í Facebook-færslu að von væri á frekari tilkynningum frá henni á næstunni. Forsetakosningarnar fara fram í maí en framboðsfrestur rennur út á mánudag, 15. nóvember. Duterte forseti má ekki bjóða sig fram til endurkjörs vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins. Hann segist ætla að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir miklar vangaveltur hefur Duterte-Carpio haldið því fram að hún hefði ekki áhuga á að verða forseti. Eftir að Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri tilkynnti um framboð sitt til forseta sagði hún þó vera opin fyrir einhvers konar bandalagi við hann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Marcos yngri er sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja sem var steypt af stóli árið 1986. Fjölskylda hans er enn ein sú valdamesta í filippseyskum stjórnmálum þrátt fyrir að fyrrverandi einræðisherrann og kona hans hans hafi stolið ótöldum fjármunum af löndum sínum þegar þau voru við völd. Duterte-Carpio nýtur mikillar hylli á Filippseyjum, sérstaklega í sunnanverðu landinu. Faðir hennar var borgarstjóri í Davao á undan henni. Hún tilkynnti í dag að bróðir hennar og varaborgarstjór Sebastian yrði í framboði til borgarstjóra í stað hennar. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Lengi hefur verið rætt um að Duterte-Carpio gæti tekið við af föður sínum sem forseti Filippseyja. Hún tjáði stuðningsmönnum sínum í Facebook-færslu að von væri á frekari tilkynningum frá henni á næstunni. Forsetakosningarnar fara fram í maí en framboðsfrestur rennur út á mánudag, 15. nóvember. Duterte forseti má ekki bjóða sig fram til endurkjörs vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins. Hann segist ætla að setjast í helgan stein. Þrátt fyrir miklar vangaveltur hefur Duterte-Carpio haldið því fram að hún hefði ekki áhuga á að verða forseti. Eftir að Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri tilkynnti um framboð sitt til forseta sagði hún þó vera opin fyrir einhvers konar bandalagi við hann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Marcos yngri er sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja sem var steypt af stóli árið 1986. Fjölskylda hans er enn ein sú valdamesta í filippseyskum stjórnmálum þrátt fyrir að fyrrverandi einræðisherrann og kona hans hans hafi stolið ótöldum fjármunum af löndum sínum þegar þau voru við völd. Duterte-Carpio nýtur mikillar hylli á Filippseyjum, sérstaklega í sunnanverðu landinu. Faðir hennar var borgarstjóri í Davao á undan henni. Hún tilkynnti í dag að bróðir hennar og varaborgarstjór Sebastian yrði í framboði til borgarstjóra í stað hennar.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31