Manning álögin það nýjasta í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 14:30 Josh Allen var í góðum gír með Buffalo Bills þar til kom að fyrsta leiknum eftir viðtalið við Manning bræður. Getty/Joshua Bessex Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills liðsins, er nýjasta fórnarlamb Manning álaganna í NFL-deildinni en nafni hans fór illa með hann í mjög óvæntu tapi á móti Jacksonville Jaguars um helgina. Manning bræðurnir Peyton og Eli eru báðir hættir að spila eftir farsæla NFL-ferla sína en þeir lýsa nú mánudagsleikjunum saman á ESPN2. Þar fá þeir meðal annars góða gesti til sín en það er óhætt að segja að það boði ekki gott fyrir viðkomandi. Svo illa gengur hjá þeim sem mæta í viðtal við Manning bræður að menn í NFL heiminum eru farnir að tala um Manning álögin. Travis Kelce, innherji Kansas City Chiefs, og Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, mætu báðir í viku eitt og viku seinna tapaði Kansas City á móti Baltimore og Seattle lá á móti Tennessee í framlengingu. Rob Gronkowski kom í viku tvö en Tampa Bay Buccaneers lið hans tapaði síðan á móti Los Angeles Rams í viku þrjú. Matthew Stafford, leikstjórnandi Los Angeles Rams, var búinn að fagna sigri í þremur fyrstu umferðunum þegar hann mætti í viðtal hjá Peyton og Eli en tapaði fyrsta leiknum á móti Arizona Cardinals viku eftir viðtalið. Tom Brady mætti síðan til Manning bræðra en tapaði síðan á móti New Orleans Saints viku seinna. Josh Allen var svo sá síðasti til að bætast í hópinn þegar Buffalo Bills tapaði óvænt á móti einu slakasta liðið deildarinnar í gær. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Manning bræðurnir Peyton og Eli eru báðir hættir að spila eftir farsæla NFL-ferla sína en þeir lýsa nú mánudagsleikjunum saman á ESPN2. Þar fá þeir meðal annars góða gesti til sín en það er óhætt að segja að það boði ekki gott fyrir viðkomandi. Svo illa gengur hjá þeim sem mæta í viðtal við Manning bræður að menn í NFL heiminum eru farnir að tala um Manning álögin. Travis Kelce, innherji Kansas City Chiefs, og Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, mætu báðir í viku eitt og viku seinna tapaði Kansas City á móti Baltimore og Seattle lá á móti Tennessee í framlengingu. Rob Gronkowski kom í viku tvö en Tampa Bay Buccaneers lið hans tapaði síðan á móti Los Angeles Rams í viku þrjú. Matthew Stafford, leikstjórnandi Los Angeles Rams, var búinn að fagna sigri í þremur fyrstu umferðunum þegar hann mætti í viðtal hjá Peyton og Eli en tapaði fyrsta leiknum á móti Arizona Cardinals viku eftir viðtalið. Tom Brady mætti síðan til Manning bræðra en tapaði síðan á móti New Orleans Saints viku seinna. Josh Allen var svo sá síðasti til að bætast í hópinn þegar Buffalo Bills tapaði óvænt á móti einu slakasta liðið deildarinnar í gær.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira