Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni. Fjallabyggð Bílar Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira
Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni.
Fjallabyggð Bílar Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira