Josh Allen gerði Josh Allen lífið leitt í óvæntasta sigri NFL-tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Josh Allen fagnar hér leikstjórnendafellu sinni á nafna sínum Josh Allen. AP/Phelan M. Ebenhack Það er ekki oft sem alnafnar mætast inn á vellinum en það gerðist í leik Buffalo Bills og Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í gær. Það sem meira var að einvígi þeirra átti mikinn þátt í úrslitum leiksins sem voru ein þau óvæntustu í langan tíma. Það var annars mikið um óvænt úrslit í leikjum NFL-deildarinnar í gærkvöldi en sex af sjö liðum sem sátu í úrslitakeppnissæti fyrir leikina töpuðu leikjum sínum. Óvæntust úrslit dagsins var þó án vafa þegar Jacksonville Jaguars vann 9-6 sigur á Buffalo Bills. Buffalo Bills mætti til leiks sem heitasta lið deildarinnar og lið sem menn sjá fyrir sér fara alla leið í Super Bowl. Jaguars hafði aftur á móti aðeins unnið einn leik á tímabilinu og sá kom í London. JOSH ALLEN RECOVERS A JOSH ALLEN FUMBLE.Did that just happen?! @JoshAllen41_ : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/M03DfbpD4L— NFL (@NFL) November 7, 2021 Buffalo liðið tókst ekki að skora snertimark í leiknum og aðeins sex stig í heildina. Heimamönnum í Jaguars nægði því þrjú vallarmörk til að tryggja sér sigurinn. Það var þó einvígi Josh Allen, leikstjórnanda Buffalo Bills og nafna hans Josh Allen í vörn Jacksonville Jaguars sem stal fyrirsögnunum. Það var ekki aðeins að aflnafnarnir væru að mætast heldur náði Jaguars Johs Allen leikstjórnendafellu á nafna sinn. Þar með var ekki öll sagan sögð því hann komst líka inn í sendingu frá Josh Allen og náði síðan einnig boltanum eftir að leikstjórnandi Bills missti hann frá sér. JOSH ALLEN INTERCEPTS JOSH ALLEN. : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/khMlsifwbs— NFL (@NFL) November 7, 2021 Josh Allen var því maður dagsins en ekki sá Josh Allen sem menn bjuggust við. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Önnur óvænt úrslit var yfirbuðarsigur Denver Broncos, 30-16, á útivelli á móti Dallas Cowboys. Leikstjórnandinn Dak Prescott kom aftur inn í Dallas liðið en lenti á vegg eins og liðsfélagar hans. Denver komst í 30-0 í leiknum. Cleveland Browns lét útherjann Odell Beckham Jr. fara í síðustu viku en saknaði hans ekki mikið í örugum 41-16 sigri á Cincinnati Bengals. Þetta var stærsti sigur Browns á Bengals í leik Ohio-liðanna síðan 1987. Hlauparinn Nick Chubb fór 137 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Baltimore Ravens vann upp fjórtán stiga forskot Minnesota Vikings og sparkarinn Justin Tucker tryggði liðinu 34-31 sigur í framlengingu. MAHOMES SEALS THE W. #ChiefsKingdom #GBvsKC pic.twitter.com/xRmCFETBy2— NFL (@NFL) November 8, 2021 New England Patriots vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 24-6 sigur á Carolina Panthers. Atlanta Falcons á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir 27-25 sigur á New Orleans Saints þar sem sparkarinn Younghoe Koo tryggði sigurinn á lokasekúndinni. Green Bay Packers lék án Aaron Rodgers og tapaði 7-13 á móti Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes fengu fyrir vikið mun léttara verkefni en litu áfram ekkert sérstaklega vel út. JAMES CONNER. TD MACHINE.His third TD of the day and 11th total TD of the season! #RedSea : #AZvsSF on FOX : NFL app pic.twitter.com/8H9yh4AHBu— NFL (@NFL) November 7, 2021 Arizona Cardinals lék bæði án aðalleikstjórnanda síns Kyler Murray og aðalútherjans DeAndre Hopkins en vann engu að síður 31-17 útisigur á San Francisco 49ers. Þar munaði mestu um frábæran leik hlauparans James Conner sem skoraði þrjú snertimörk í leiknum. ALL DAY IN THE END ZONE. @adrianpeterson #Titans : #TENvsLAR on NBC : https://t.co/ZIukbFRRGH pic.twitter.com/m8N72wqbH7— NFL (@NFL) November 8, 2021 Tennessee Titans sem missti besta hlaupara deildarinnar, Derrick Henry, í alvarleg meiðsli í síðasta leik, vann frábæran 28-16 sigur á Los Angeles Rams. Þetta var fimmti sigur Titans-liðsins í röð. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams NFL Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira
Það var annars mikið um óvænt úrslit í leikjum NFL-deildarinnar í gærkvöldi en sex af sjö liðum sem sátu í úrslitakeppnissæti fyrir leikina töpuðu leikjum sínum. Óvæntust úrslit dagsins var þó án vafa þegar Jacksonville Jaguars vann 9-6 sigur á Buffalo Bills. Buffalo Bills mætti til leiks sem heitasta lið deildarinnar og lið sem menn sjá fyrir sér fara alla leið í Super Bowl. Jaguars hafði aftur á móti aðeins unnið einn leik á tímabilinu og sá kom í London. JOSH ALLEN RECOVERS A JOSH ALLEN FUMBLE.Did that just happen?! @JoshAllen41_ : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/M03DfbpD4L— NFL (@NFL) November 7, 2021 Buffalo liðið tókst ekki að skora snertimark í leiknum og aðeins sex stig í heildina. Heimamönnum í Jaguars nægði því þrjú vallarmörk til að tryggja sér sigurinn. Það var þó einvígi Josh Allen, leikstjórnanda Buffalo Bills og nafna hans Josh Allen í vörn Jacksonville Jaguars sem stal fyrirsögnunum. Það var ekki aðeins að aflnafnarnir væru að mætast heldur náði Jaguars Johs Allen leikstjórnendafellu á nafna sinn. Þar með var ekki öll sagan sögð því hann komst líka inn í sendingu frá Josh Allen og náði síðan einnig boltanum eftir að leikstjórnandi Bills missti hann frá sér. JOSH ALLEN INTERCEPTS JOSH ALLEN. : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/khMlsifwbs— NFL (@NFL) November 7, 2021 Josh Allen var því maður dagsins en ekki sá Josh Allen sem menn bjuggust við. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Önnur óvænt úrslit var yfirbuðarsigur Denver Broncos, 30-16, á útivelli á móti Dallas Cowboys. Leikstjórnandinn Dak Prescott kom aftur inn í Dallas liðið en lenti á vegg eins og liðsfélagar hans. Denver komst í 30-0 í leiknum. Cleveland Browns lét útherjann Odell Beckham Jr. fara í síðustu viku en saknaði hans ekki mikið í örugum 41-16 sigri á Cincinnati Bengals. Þetta var stærsti sigur Browns á Bengals í leik Ohio-liðanna síðan 1987. Hlauparinn Nick Chubb fór 137 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Baltimore Ravens vann upp fjórtán stiga forskot Minnesota Vikings og sparkarinn Justin Tucker tryggði liðinu 34-31 sigur í framlengingu. MAHOMES SEALS THE W. #ChiefsKingdom #GBvsKC pic.twitter.com/xRmCFETBy2— NFL (@NFL) November 8, 2021 New England Patriots vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 24-6 sigur á Carolina Panthers. Atlanta Falcons á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir 27-25 sigur á New Orleans Saints þar sem sparkarinn Younghoe Koo tryggði sigurinn á lokasekúndinni. Green Bay Packers lék án Aaron Rodgers og tapaði 7-13 á móti Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes fengu fyrir vikið mun léttara verkefni en litu áfram ekkert sérstaklega vel út. JAMES CONNER. TD MACHINE.His third TD of the day and 11th total TD of the season! #RedSea : #AZvsSF on FOX : NFL app pic.twitter.com/8H9yh4AHBu— NFL (@NFL) November 7, 2021 Arizona Cardinals lék bæði án aðalleikstjórnanda síns Kyler Murray og aðalútherjans DeAndre Hopkins en vann engu að síður 31-17 útisigur á San Francisco 49ers. Þar munaði mestu um frábæran leik hlauparans James Conner sem skoraði þrjú snertimörk í leiknum. ALL DAY IN THE END ZONE. @adrianpeterson #Titans : #TENvsLAR on NBC : https://t.co/ZIukbFRRGH pic.twitter.com/m8N72wqbH7— NFL (@NFL) November 8, 2021 Tennessee Titans sem missti besta hlaupara deildarinnar, Derrick Henry, í alvarleg meiðsli í síðasta leik, vann frábæran 28-16 sigur á Los Angeles Rams. Þetta var fimmti sigur Titans-liðsins í röð. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams
NFL Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira