Klopp reiður: Dómarinn faldi sig á bak við VAR til að auðvelda sér lífið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Alisson reynir að útskýra það fyrir Craig Pawson hvað gerðist í horninu. AP/Ian Walton Jürgen Klopp sá sína menn í Liverpool tapa í fyrsta sinn í gær og knattspyrnustjórinn brosmildi gerði eitthvað allt annað en að brosa í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Klopp var mjög ósáttur með tvö umdeild atvik í fyrri hálfleiknum og gagnrýndi dómara leiksins, Craig Pawson, harðlega eftir leik. Það var einkum fyrsta mark West Ham í leiknum sem Klopp var mjög ósáttur með. Alisson sló þá boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pablo Fornals. Alisson var aðþrengdur af tveimur leikmönnum West Ham og Klopp hélt því fram að Angelo Ogbonna hefði brotið á brasilíska markverðinum. „Þetta er greinilegt brot á Alisson. Hvernig getur það ekki verið brot? Handleggurinn hans Ogbonna er þarna,“ sagði Jürgen Klopp. „Þeir eru ofan í hvorum öðrum og hvernig getur það ekki verið brot þegar hann ýtir í handlegginn á Alisson,“ spurði Klopp. „Dómarinn gerði þetta auðvelt fyrir sig og hugsaði: Við skulum sjá hvað VAR segir. Varsjáin skoðaði þetta og sagði: Ekki greinilegt og augljóst. Ég veit ekki af hverju það var en þeir dæma markið sem er mjög skrýtið,“ sagði Klopp. „Svo er atvikið með Hendo [Jordan Henderson] og Aaron [Cresswell] og eins og ég sá það þá var þetta augljóst rautt spjald. Það er ekki hægt að ræða það og eflaust segja þeir að hann hafi snert boltann fyrst,“ sagði Klopp. „Þetta er glannaleg tækling, þú mátt koma við hvað sem er áður en ef þú hefur ekki stjórn á fætinum þínum og ferð svona ofarlega í mótherjann, þá getur það ekki verið leyfilegt. Ég veit ekki hvað dómarinn segir um þetta núna en í leiknum þá var hann viss um að þetta væri rétt hjá honum,“ sagði Klopp. Klopp ýjaði að því að dómarinn Craig Pawson hafi breytt hvernig hann dæmir með því að leyfa Varsjánni að skoða þessi umdeildu atvik. Klopp var spurður út í það hvort allir dómarar noti VAR til að bjarga sér. „Ekki allir dómarar en hann gerir það. Það er bara í þessum aðstæðum. Hann hugsar: Við skulum sjá hvað honum finnst svo ég líti ekki illa út. Hann gerði það svo sannarlega í dag,“ sagði Klopp. „Þetta er bara þannig. Ekki dæma neitt og sjáum frekar til hvað VAR segir. Svo eru þeir alltaf að tala um greinileg og augljós mistök og fela sig síðan á bak við það. Þá eru við með tvo aðila sem eru að fela sig og við endum með ranga niðurstöðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira