Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 09:00 Tónleikahátíðin var blásin af eftir atburði föstudagskvöldsins. AP Photo/Michael Wyke Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30