Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Tómas Gíslason skrifar 5. nóvember 2021 11:00 Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar