Segja að það hafi tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 10:32 Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson saman þegar Ronaldo var enn ungur og áður en hann fór frá Manchester United til Real Madrid. Getty/Denis Doyle/ Það brá mörgum í haust þegar fréttist af því að Manchester United goðsögnin Cristiano Ronaldo væri að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en ætlaði að semja við Manchester City af öllum liðum. Ekkert varð þó af því og á endanum samdi Ronaldo við Manchester United og snéri því aftur á Old Trafford eftir tólf ára fjarveru. In a 20-second call, Fergie told Ronaldo 'Don't join City' before hanging up the phone Three days later, Ronaldo was a United player A reminder of how legendary Sir Alex Ferguson really is #MUFC #Ronaldo #MUNMCIhttps://t.co/MUAVkngMAc— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 5, 2021 Félagið seldi hann fyrir metfé til Real Madrid árið 2009 og þar átti Ronaldo sín bestu ár. Ronaldo er orðinn 36 ára gamall en hefur litlu gleymt og er búinn að skora 9 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum á þessari fyrstu leiktíð. Ronaldo hefur ítrekað bjargað United liðinu í Meistaradeildinni og þá hefur hann varið kosinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu fyrstu tvo mánuði tímabilsins. Næst á dagskrá er leikur á móti Manchester City um helgina og í upphitun fyrir þann leik hafa enskir blaðamenn verið að forvitnast meira um það sem gekk á bak við tjöldin þegar Ronaldo var næstum því farinn í Manchester City. Tomorrow s @DailyMirror back page: Ron in 20 seconds #TomorrowsPapersToday https://t.co/7cQkMZb0jZ pic.twitter.com/8Endonjq83— Mirror Sport (@MirrorSport) November 4, 2021 Áður hafði verið fjallað um það að Sir Alex Ferguson hafi verið í bandi við Portúgalann og sannfært hann um að koma frekar aftur til Manchester United. Samband Sir Alex og Ronaldo hefur alltaf verið frábært og Cristiano hefur talað um að Ferguson hafi verið eins og faðir fyrir sig. Undir stjórn Ferguson þá blómstraði Ronaldo og breyttist úr óþekktum unglingi í besta fótboltamann heims. Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United eða þegar hann var 18 ára til að hann varð 24 ára. Daily Mirror slær því upp á forsíðu sinni að það hafi aðeins tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo í umræddu símtali. Skotinn á bara að hafa sagt þrjú orð við Ronaldo. Þau orð voru: „Ekki fara í City“ eða „don't join City“ á enskunni. Fergie á síðan að hafa lagt á. It took Cristiano Ronaldo four years to score his first five #UCL goals at #MUFC.It's taken four games this time round Listen to reaction of Atalanta 2-2 Manchester Utd on the Football Daily podcast #bbcfootbal #UCL— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 3, 2021 Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Ekkert varð þó af því og á endanum samdi Ronaldo við Manchester United og snéri því aftur á Old Trafford eftir tólf ára fjarveru. In a 20-second call, Fergie told Ronaldo 'Don't join City' before hanging up the phone Three days later, Ronaldo was a United player A reminder of how legendary Sir Alex Ferguson really is #MUFC #Ronaldo #MUNMCIhttps://t.co/MUAVkngMAc— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 5, 2021 Félagið seldi hann fyrir metfé til Real Madrid árið 2009 og þar átti Ronaldo sín bestu ár. Ronaldo er orðinn 36 ára gamall en hefur litlu gleymt og er búinn að skora 9 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum á þessari fyrstu leiktíð. Ronaldo hefur ítrekað bjargað United liðinu í Meistaradeildinni og þá hefur hann varið kosinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu fyrstu tvo mánuði tímabilsins. Næst á dagskrá er leikur á móti Manchester City um helgina og í upphitun fyrir þann leik hafa enskir blaðamenn verið að forvitnast meira um það sem gekk á bak við tjöldin þegar Ronaldo var næstum því farinn í Manchester City. Tomorrow s @DailyMirror back page: Ron in 20 seconds #TomorrowsPapersToday https://t.co/7cQkMZb0jZ pic.twitter.com/8Endonjq83— Mirror Sport (@MirrorSport) November 4, 2021 Áður hafði verið fjallað um það að Sir Alex Ferguson hafi verið í bandi við Portúgalann og sannfært hann um að koma frekar aftur til Manchester United. Samband Sir Alex og Ronaldo hefur alltaf verið frábært og Cristiano hefur talað um að Ferguson hafi verið eins og faðir fyrir sig. Undir stjórn Ferguson þá blómstraði Ronaldo og breyttist úr óþekktum unglingi í besta fótboltamann heims. Ronaldo spilaði í sex tímabil með Manchester United eða þegar hann var 18 ára til að hann varð 24 ára. Daily Mirror slær því upp á forsíðu sinni að það hafi aðeins tekið Sir Alex tuttugu sekúndur að sannfæra Ronaldo í umræddu símtali. Skotinn á bara að hafa sagt þrjú orð við Ronaldo. Þau orð voru: „Ekki fara í City“ eða „don't join City“ á enskunni. Fergie á síðan að hafa lagt á. It took Cristiano Ronaldo four years to score his first five #UCL goals at #MUFC.It's taken four games this time round Listen to reaction of Atalanta 2-2 Manchester Utd on the Football Daily podcast #bbcfootbal #UCL— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 3, 2021
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira