Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarai Valsmanna, var virkilega sáttur við sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54