„Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 11:01 Noah Reed og Tom Brady en Brady sendi stráknum kveðju sem hjálpaði honum í gegnum mjög erfiða tíma. Samsett/Youtube&Getty Þær gerast varla fallegri sögurnar en sú af níu ára strák sem trúði svo mikið á Tom Brady að NFL-ofurstjarnan hjálpaði honum að komast í gegnum hreint helvíti þegar hann greindist með krabbamein í heila. SportsCenter á ESPN tók saman vasaklútamyndband um strákinn sem mætti á leik Tom Brady á dögunum og fékk heimsathygli fyrir skiltið sitt og samskipti sín við sjálfan Tom Brady. You might have seen a moment at the end of last week s game when @TomBrady met a boy who beat cancer. His name was Noah Reeb, and this week, I went to Utah to learn more about his story. I m so honored to share it with you. Produced by Josh Volensky. https://t.co/Fr05bp2RVX— Jeff Darlington (@JeffDarlington) October 31, 2021 Noah Reed er níu ára gamall strákur sem fékk krabbamein í heila fyrir ári síðan og gekk í framhaldinu í gegnum fullt af lyfjameðferðum og fjölmargar skurðaðgerðir. Það þurfti að skera meinið burtu í mörgum aðgerðum sem og að reyna að minnka það með lyfjunum. Strákurinn var mikill aðdáandi Tom Brady og það var kveðja frá sjálfum Brady á einum erfiðasta tímapunktinum í ferlinu sem átti svo mikinn þátt í því að hann komst í gegnum allt og sigraðist á krabbameininu. „Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það,“ sagði Noah Reed í viðtalinu. Mamma hans fer yfir það hversu erfitt hann átti þegar kveðjan frá Tom Brady kom eins og stormsveipur og reif hann aftur í gang. Jeff Darlington á ESPN heimsótti strákinn til Utah og fékk að heyra alla söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-hAdlMW1inU">watch on YouTube</a> Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu mikið um skilti Noah Reed sem hann var með á leik Tampa Bay Buccaneers. Á því stóð Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. Það var útherji Tom Brady, Chris Godwin, sem sá strákinn fyrst og sagði Brady frá honum. Brady kom síðan til hans, gaf honum derhúfu og kastaði á hann kveðju. Tárin runnu niður kinnarnar á Noah og hann bræddi hjörtu allra sem á horfðu. Hann fékk líka heimsókn frá ESPN í framhaldinu sem tók viðtal við strákinn og móður hans. Myndbandið má sjá hérna fyrir ofan. NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
SportsCenter á ESPN tók saman vasaklútamyndband um strákinn sem mætti á leik Tom Brady á dögunum og fékk heimsathygli fyrir skiltið sitt og samskipti sín við sjálfan Tom Brady. You might have seen a moment at the end of last week s game when @TomBrady met a boy who beat cancer. His name was Noah Reeb, and this week, I went to Utah to learn more about his story. I m so honored to share it with you. Produced by Josh Volensky. https://t.co/Fr05bp2RVX— Jeff Darlington (@JeffDarlington) October 31, 2021 Noah Reed er níu ára gamall strákur sem fékk krabbamein í heila fyrir ári síðan og gekk í framhaldinu í gegnum fullt af lyfjameðferðum og fjölmargar skurðaðgerðir. Það þurfti að skera meinið burtu í mörgum aðgerðum sem og að reyna að minnka það með lyfjunum. Strákurinn var mikill aðdáandi Tom Brady og það var kveðja frá sjálfum Brady á einum erfiðasta tímapunktinum í ferlinu sem átti svo mikinn þátt í því að hann komst í gegnum allt og sigraðist á krabbameininu. „Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það,“ sagði Noah Reed í viðtalinu. Mamma hans fer yfir það hversu erfitt hann átti þegar kveðjan frá Tom Brady kom eins og stormsveipur og reif hann aftur í gang. Jeff Darlington á ESPN heimsótti strákinn til Utah og fékk að heyra alla söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-hAdlMW1inU">watch on YouTube</a> Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu mikið um skilti Noah Reed sem hann var með á leik Tampa Bay Buccaneers. Á því stóð Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. Það var útherji Tom Brady, Chris Godwin, sem sá strákinn fyrst og sagði Brady frá honum. Brady kom síðan til hans, gaf honum derhúfu og kastaði á hann kveðju. Tárin runnu niður kinnarnar á Noah og hann bræddi hjörtu allra sem á horfðu. Hann fékk líka heimsókn frá ESPN í framhaldinu sem tók viðtal við strákinn og móður hans. Myndbandið má sjá hérna fyrir ofan.
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira