Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 16:12 Allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu eru meðal annars sagðar hafa myrt fjölda almennra borgara. AP Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06