Hæstiréttur Ástralíu segir skattayfirvöld hafa mismunað eftir þjóðerni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 09:41 Addy sætti sig ekki við að þurfa að greiða skatt af heildartekjum sínum á meðan ástralskir kollegar hennar nutu skattafsláttar. Hæstiréttur Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattalöggjöf landsins mismuni einstaklingum eftir þjóðerni. Þannig þurfti bresk kona að greiða skatt af heildarlaunum á meðan ástralskir samstarfsmenn hennar nutu ákveðins frítekjumarks. Umrædd regla hefur verið kallaður „bakpokaferðalangsskattur“ og hafa aðrir ferðalangar, sem koma til Ástralíu til að ferðast í lengri tíma og fjármagna ferðalagið með því að vinna fyrir sér, beðið eftir niðurstöðu í málinu. Reglan nær til þeirra sem koma til landsins til að ferðast og vinna, á vegabréfsáritun sem kölluð er „417“. Hún er í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 31 árs. Samkvæmt reglunni eru þeir einstaklingar sem eru í Ástralíu á 417 rukkaðir um 15 prósenta tekjuskatt á öllum tekjum upp að 37 þúsund áströlskum dölum og er skatturinn reiknaður af heildarupphæð teknanna. Ástralir sem vinna sömu vinnu eru hins vegar rukkaðir um skatt af tekjum umfram 18.200 Ástralíudali. Lögmenn hinnar bresku Catherine Addy sögðu regluna brjóta gegn tvíhliða samkomulagi milli Ástralíu og nokkurra annarra ríkja, sem kveður á um að íbúar ríkjanna séu skattlagðir eins og heimamenn. „Spurningin er hvort Addy sætti meira íþyngjandi skattlangingu vegna þjóðernis hennar. Stutta svarið er já,“ segir í dómnum. Skattayfirvöld segja dóminn aðeins ná til íbúa frá Bretlandi, Þýskalandi, Ísrael, Japan, Noregi, Finnlandi, Tyrklandi og Chile. BBC greindi frá. Ástralía Skattar og tollar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Umrædd regla hefur verið kallaður „bakpokaferðalangsskattur“ og hafa aðrir ferðalangar, sem koma til Ástralíu til að ferðast í lengri tíma og fjármagna ferðalagið með því að vinna fyrir sér, beðið eftir niðurstöðu í málinu. Reglan nær til þeirra sem koma til landsins til að ferðast og vinna, á vegabréfsáritun sem kölluð er „417“. Hún er í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 31 árs. Samkvæmt reglunni eru þeir einstaklingar sem eru í Ástralíu á 417 rukkaðir um 15 prósenta tekjuskatt á öllum tekjum upp að 37 þúsund áströlskum dölum og er skatturinn reiknaður af heildarupphæð teknanna. Ástralir sem vinna sömu vinnu eru hins vegar rukkaðir um skatt af tekjum umfram 18.200 Ástralíudali. Lögmenn hinnar bresku Catherine Addy sögðu regluna brjóta gegn tvíhliða samkomulagi milli Ástralíu og nokkurra annarra ríkja, sem kveður á um að íbúar ríkjanna séu skattlagðir eins og heimamenn. „Spurningin er hvort Addy sætti meira íþyngjandi skattlangingu vegna þjóðernis hennar. Stutta svarið er já,“ segir í dómnum. Skattayfirvöld segja dóminn aðeins ná til íbúa frá Bretlandi, Þýskalandi, Ísrael, Japan, Noregi, Finnlandi, Tyrklandi og Chile. BBC greindi frá.
Ástralía Skattar og tollar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira