NFL deildin ekkert lamb að leika sér við þegar kemur að sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 13:31 CeeDee Lamb ræðir hér við fjölmiðlamenn. Getty/Jayne Kamin-Oncea Dallas Cowboys útherjinn CeeDee Lamb hefur fengið fimm sektir í fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu og þrjár þeirra hafa verið fyrir klæðaburð. CeeDee Lamb er að spila mjög vel fyrir Kúrekana frá Dallas á þessu NFL tímabili en klæðaburður kappans inn á vellinum er að fara mikið fyrir brjóstið hjá yfirmönnum deildarinnar. Lamp hefur samtals verið sektaður um tæpa 47 þúsund Bandaríkjadalir eða meira en sex milljónir íslenskra króna. Ein furðulegasta sektin er að hann hefur tvisvar verið sektaður fyrir að girða sig ekki. Fyrsta sektin fyrir slíkt var upp á 5150 dali en sú næsta var upp á 15450 dali. Brjóti hann af sér í þriðja sinn með því að vera ekki rétt girtur þá verður sektin 46.350 Bandaríkjadalir. Það væri meira en sex milljóna króna sekt fyrir að girða sig ekki. Lamb var líka sektaður um rúmlega fimm þúsund dali fyrir að vera með sokkana sína of lágt og þá fékk hann meira en tíu þúsund dollara sekt fyrir að veifa eftir að hann skoraði sigursnertimark í leik Dallas á móti New England Patriots. Grunnlaun Lamb í vetur eru 1,247 milljónir dollara og hann hefur því verið sektaður um 3,75 prósent af launum sínum. „Ég hef aldrei séð svo ungan leikmann fengið svona mikið af sektum. Hann fær sekt í hverri viku og þetta er mjög skrítið í mínum augum. Ég spyr hann: Ertu hrifinn af peningum? Viltu fá útborgað?, sagði liðsfélagi hans Amari Cooper. NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
CeeDee Lamb er að spila mjög vel fyrir Kúrekana frá Dallas á þessu NFL tímabili en klæðaburður kappans inn á vellinum er að fara mikið fyrir brjóstið hjá yfirmönnum deildarinnar. Lamp hefur samtals verið sektaður um tæpa 47 þúsund Bandaríkjadalir eða meira en sex milljónir íslenskra króna. Ein furðulegasta sektin er að hann hefur tvisvar verið sektaður fyrir að girða sig ekki. Fyrsta sektin fyrir slíkt var upp á 5150 dali en sú næsta var upp á 15450 dali. Brjóti hann af sér í þriðja sinn með því að vera ekki rétt girtur þá verður sektin 46.350 Bandaríkjadalir. Það væri meira en sex milljóna króna sekt fyrir að girða sig ekki. Lamb var líka sektaður um rúmlega fimm þúsund dali fyrir að vera með sokkana sína of lágt og þá fékk hann meira en tíu þúsund dollara sekt fyrir að veifa eftir að hann skoraði sigursnertimark í leik Dallas á móti New England Patriots. Grunnlaun Lamb í vetur eru 1,247 milljónir dollara og hann hefur því verið sektaður um 3,75 prósent af launum sínum. „Ég hef aldrei séð svo ungan leikmann fengið svona mikið af sektum. Hann fær sekt í hverri viku og þetta er mjög skrítið í mínum augum. Ég spyr hann: Ertu hrifinn af peningum? Viltu fá útborgað?, sagði liðsfélagi hans Amari Cooper.
NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira