DeMar DeRozan sá til þess að Utah Jazz tapaði sínum fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 09:34 DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls í nótt. Cole Burston/Getty Images DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls er liðið varð fyrst allra til að leggja Utah Jazz á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-99. Alls fóru fram ellefu leikir í nótt. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira