DeMar DeRozan sá til þess að Utah Jazz tapaði sínum fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 09:34 DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls í nótt. Cole Burston/Getty Images DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls er liðið varð fyrst allra til að leggja Utah Jazz á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-99. Alls fóru fram ellefu leikir í nótt. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira