Kórónuveiran í sókn í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 19:03 Mikil aukning hefur verið í fjölgun smitaðra í Evrópu. Tempura/Getty Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira
Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37