Kórónuveiran í sókn í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 19:03 Mikil aukning hefur verið í fjölgun smitaðra í Evrópu. Tempura/Getty Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37