
Ellen átti í jafnri og afar spennandi keppni við Ragnheiði Ósk Jónasdóttur. Ragnheiður vann keppnina árið 2018 en hefur nú lent í 2. sæti þrjú ár í röð.
Ellen Lind endaði með 53 stig en Ragnheiður fékk 50. Lilja B. Jónsdóttir varð svo í 3. sæti með 46 stig. Lilja vann keppnina í undir 82 kg flokki, í sjötta sinn.
Ragnheiður vann fyrstu fjórar greinarnar af þeim sex sem keppt var í og setti meðal annars Íslandsmet í réttstöðuleyftu með öxul þegar hún lyfti 200 kg.
