Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 09:06 Sólkerfið er í Svelgþokunni í um 28 milljón ljósára fjarlægð (t.v.). Efni sem svarthol eða nifteindastjarna gleypir í sig frá hinni stjörnunni í tvístirninu ofurhitnar og geislar röntgengeislun. Vísindamennirnir leituðu að röntgenuppsprettum sem dofnuðu tímabundið til að finna mögulegar fjarreikistjörnur. X-ray: NASA/CXC/SAO/R. DiStefano, et al.; Optical: NASA/ESA/STSc Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira