Meistararnir úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Tottenham marði Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2021 21:04 Leikmenn West Ham fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fimm leikir fóru fram í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld og þar með er ljóst hvaða lið eru komin áfram í átta liða úrslit. Ríkjandi meistarar í Manchester City eru úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn West Ham. Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Eftir reglubundnar 90 mínútur var staðan markalaus í leik Manchester City og West Ham United og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Phil Foden klikkaði á fyrstu spyrnu City, en allar fimm spyrnur West Ham enduðu í netinu. Niðurstaðan að vítaspyrnukeppni lokinni varð því 5-3 sigur West Ham og liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á laugardaginn. Meistararnir í Manchester City eru hins vegar úr leik. WE MAKE IT THROUGH ON PENALTIES! 💪COME ON YOU IRONS!#WHUMCI pic.twitter.com/xOKjN5uW6q— West Ham United (@WestHam) October 27, 2021 Lucas Moura skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Markið kom á 68. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Emerson Royal. Sergi Canos og Ivan Toney sáu um markaskorun Brentford sem vann 2-1 sigur gegn Stoke, en Romaine Sawyers minnkaði muninn fyrir heimamenn eftir tæplega klukkutíma leik. Þá mættust Leicester og Brighton einnig í kvöld, en þar þurfti einnig að grípa til vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 að 90 mínútum loknum. Harvey Barnes og Adamola Lookman skoruðu mörk Leicester, en Adam Webster og Enock Mwepu skoruðu mörk Brighton. Enock Mwepu og Neal Maupay klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Brighton, en leikmenn Leicester skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum og fara því áfram. WE'RE THROUGH! 🙌Ricardo is on target from 12 yards, before Ward saves Mwepu's penalty! 👏City: ✅✅✅✅Brighton: ✅❌✅❌#LeiBha— Leicester City (@LCFC) October 27, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Liverpool heimsótti B-deildarlið Preston North End í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Rauði herinn mætti með miki breytt lið frá stórsigri sínum gegn Manchester United um liðna helgi, en það kom ekki að sök og liðið fer áfram eftir 2-0 sigur. 27. október 2021 20:36