Alþjóðabankinn stöðvar fjárhagsaðstoð til Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:39 David Malpass, forseti Alþjóðabankans, sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í Súdan og áhrifunum sem það hefði á efnahagsþróun landsins. Getty/Samuel Corum Alþjóðabankinn og hefur nú stöðvað fjárhagsaðstoð til Súdan eftir að herinn framdi þar valdarán á mánudag og handtók nokkra ráðherra landsins. Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður. Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður.
Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16