Að auki verður rætt við forstjóra Landspítalans um sama mál. Við fjöllum síðan um hvarf átján ára gamallar íslenskrar stúlku á Benidorm en hennar er nú ákaft leitað.
Þá greinum við frá áformum slökkviliðsins um að fara á næstu mánuðum í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks.
Einnig fjöllum við um mál Julians Assange en mál hans er enn og aftur fyrir dómstólum í Bretlandi.