Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 08:58 Geimfararnir fjórir. SpaceX/AP Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð. New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð. Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð.
Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent