„Utanaðkomandi aðstæður geta gert hvert hvern sem er að morðingja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2021 10:30 Unnur og Bylgja hafa gert 200 þætti af Morðcastinu. Það eru eflaust margir sem kannast við raddir systranna Unnar og Bylgju Borgþórsdætra, en tugir þúsunda Íslendinga hlusta á þær tala um morð hvern einasta fimmtudag, í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins; Morðcastinu. Þar tekst þeim að tala um hrottaleg morð og ofbeldi á léttan, og jafnvel fyndinn hátt - en líkt og Unnur segir í inngangsstefi þáttanna, þá einfaldlega elska þær morð. Ingileif Friðriksdóttir hitti systurnar á Egilsstöðum þar sem þær búa, og settist niður með þeim á Aski Pizzeriu sem er einmitt í eigu Unnar. Innslag var um þær systur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún hafði rosalega mikinn áhuga á morðum, alltaf að hlusta á svona og mér fannst það mjög hallærislegt fyrst,“ segir Unnur. „Ég hef alltaf lesið svakalega mikið og alltaf haft mjög mikinn áhuga á glæpum og glæpasögum og svo bara vatt það upp á sig frá því að ég var unglingur. Ég held að þetta sé líka bara sjúklega forvitni og einhver pervektískur áhugi á því að vita allskonar hluti,“ segir Bylgja. Pantaði á Amazon og byrjaði Unnur fór í laganám og fór þá að kynna sér morðmál almennt í náminu og það var svo í febrúar 2019, fyrir að verða þremur árum, sem Unnur ákvað að taka málin í sínar hendur. „Það fer í taugarnar á mér að þetta vanti, fer heim og panta tvo hljóðnema á Amazon og tek upp fyrsta þáttinn tveimur dögum seinna. Fyrstu þættirnir voru teknir upp í rúminu mínu í herberginu mínu í Kaupmannahöfn,“ segir Unnur. „Ég kem óvart inn í þetta því að hún flytur austur og við bjuggum hlið við hlið. Það var einhvern veginn enginn annar til að taka upp með henni, en það þurfti svo sem ekkert að pína mig í þetta. Við tökum upp fyrsta þáttinn saman í apríl 2019 og þá kom ég bara inn sem gestur og ég er það í raun ennþá,“ segir Bylgja. Þær segja báðar að það sé mjög mikil vinna á bak við hvern einasta þátt sem þær taka upp. Hlaðvarpið sem nú yfir 120 vikuþætti, auk 60 þátta í áskrift svo systurnar hafa tekið upp hátt í 200 þætti í heildina. Það er því varla tími fyrir margt annað, og starfar Unnur í dag alfarið við hlaðvarpsþáttagerðina, sem dyggir hlustendur og stuðningsaðilar gera mögulegt - en hlustanir eru í heildina komnar yfir fimm milljónir. Þetta segja báðar að þær séu í raun orðnar dofnar fyrir svona viðbjóðslegum málum og snerti þær ekki beint mjög djúpt. Fær ekkert á þær „Það er ógeðslega leiðinlegt að segja það að þetta fær ekki á mig. Það koma einstaka mál ef það eru börn og mikill viðbjóður þá finnst manni þetta ógeðslegt en heilt yfir eftir tvö hundruð þætti er þetta ekki mikið mál,“ segir Bylgja. „Auðvitað er þetta allt hræðilegt en ég sef alveg. Kannski er bara eitthvað að okkur,“ segir Unnur. En þar sem við búum Í litlu samfélagi, finnst systrunum þá ekki erfitt að taka íslensk mál? „Við erum alveg búnar að gefa það út og ég gerði það alveg frá byrjun að sumt tek ég ekki fyrir. Við áttum okkur alveg á því að við búum í mjög litlu samfélagi og nándin er rosaleg. Þannig að við tökum ekki fyrir eitthvað sem er mjög nýlegt að vakti mjög mikla athygli. Maður leyfir sér að vera með aðeins meiri sleggjudóma ef þetta er erlent mál,“ segir Unnur. En hvað systurnar lært og tekið út úr þessu öllu saman. Ef þær ættu að fremja morð, hvernig færu þær að? „Það er náttúrlega galið að svara því en ætli það sé ekki eitrun yfir langan tíma,“ segja þær báðar. „Ef það á að fela lík þá er mikilvægt að grafa djúpt á afskekktum stað. Við erum með góða skóga hér fyrir austan. Svo er mikið verið að skrifa á netinu að grafa eitthvað annað dýrahræ ofan á. Þá er ólíklegra að það sé farið eitthvað lengra. Svo er klassískt sýrubað í stórri tunnu,“ segir Bylgja. Gætum þetta aldrei „Að því sögðu gætum við aldrei gert flugu mein. Hún væri búin að hora yfir sig af grenji og ég væri skíthrædd og skjálfandi. Við gætum þetta aldrei,“ segir Bylgja. En er efni í morðingja í öllum? „Við erum öll góð og byrjum öll með hreinan skjöld og höfum alla burði til þess að vera góð og góðar manneskjur en utanaðkomandi aðstæður geta gert hvert hvern sem er að morðingja,“ segir Bylgja. Og líkt og systurnar segja í lok hvers þáttar: þessi mál eru alltaf sami viðbjóðurinn - svo í guðanna bænum, verum góð hvert við annað. Ísland í dag Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Þar tekst þeim að tala um hrottaleg morð og ofbeldi á léttan, og jafnvel fyndinn hátt - en líkt og Unnur segir í inngangsstefi þáttanna, þá einfaldlega elska þær morð. Ingileif Friðriksdóttir hitti systurnar á Egilsstöðum þar sem þær búa, og settist niður með þeim á Aski Pizzeriu sem er einmitt í eigu Unnar. Innslag var um þær systur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Hún hafði rosalega mikinn áhuga á morðum, alltaf að hlusta á svona og mér fannst það mjög hallærislegt fyrst,“ segir Unnur. „Ég hef alltaf lesið svakalega mikið og alltaf haft mjög mikinn áhuga á glæpum og glæpasögum og svo bara vatt það upp á sig frá því að ég var unglingur. Ég held að þetta sé líka bara sjúklega forvitni og einhver pervektískur áhugi á því að vita allskonar hluti,“ segir Bylgja. Pantaði á Amazon og byrjaði Unnur fór í laganám og fór þá að kynna sér morðmál almennt í náminu og það var svo í febrúar 2019, fyrir að verða þremur árum, sem Unnur ákvað að taka málin í sínar hendur. „Það fer í taugarnar á mér að þetta vanti, fer heim og panta tvo hljóðnema á Amazon og tek upp fyrsta þáttinn tveimur dögum seinna. Fyrstu þættirnir voru teknir upp í rúminu mínu í herberginu mínu í Kaupmannahöfn,“ segir Unnur. „Ég kem óvart inn í þetta því að hún flytur austur og við bjuggum hlið við hlið. Það var einhvern veginn enginn annar til að taka upp með henni, en það þurfti svo sem ekkert að pína mig í þetta. Við tökum upp fyrsta þáttinn saman í apríl 2019 og þá kom ég bara inn sem gestur og ég er það í raun ennþá,“ segir Bylgja. Þær segja báðar að það sé mjög mikil vinna á bak við hvern einasta þátt sem þær taka upp. Hlaðvarpið sem nú yfir 120 vikuþætti, auk 60 þátta í áskrift svo systurnar hafa tekið upp hátt í 200 þætti í heildina. Það er því varla tími fyrir margt annað, og starfar Unnur í dag alfarið við hlaðvarpsþáttagerðina, sem dyggir hlustendur og stuðningsaðilar gera mögulegt - en hlustanir eru í heildina komnar yfir fimm milljónir. Þetta segja báðar að þær séu í raun orðnar dofnar fyrir svona viðbjóðslegum málum og snerti þær ekki beint mjög djúpt. Fær ekkert á þær „Það er ógeðslega leiðinlegt að segja það að þetta fær ekki á mig. Það koma einstaka mál ef það eru börn og mikill viðbjóður þá finnst manni þetta ógeðslegt en heilt yfir eftir tvö hundruð þætti er þetta ekki mikið mál,“ segir Bylgja. „Auðvitað er þetta allt hræðilegt en ég sef alveg. Kannski er bara eitthvað að okkur,“ segir Unnur. En þar sem við búum Í litlu samfélagi, finnst systrunum þá ekki erfitt að taka íslensk mál? „Við erum alveg búnar að gefa það út og ég gerði það alveg frá byrjun að sumt tek ég ekki fyrir. Við áttum okkur alveg á því að við búum í mjög litlu samfélagi og nándin er rosaleg. Þannig að við tökum ekki fyrir eitthvað sem er mjög nýlegt að vakti mjög mikla athygli. Maður leyfir sér að vera með aðeins meiri sleggjudóma ef þetta er erlent mál,“ segir Unnur. En hvað systurnar lært og tekið út úr þessu öllu saman. Ef þær ættu að fremja morð, hvernig færu þær að? „Það er náttúrlega galið að svara því en ætli það sé ekki eitrun yfir langan tíma,“ segja þær báðar. „Ef það á að fela lík þá er mikilvægt að grafa djúpt á afskekktum stað. Við erum með góða skóga hér fyrir austan. Svo er mikið verið að skrifa á netinu að grafa eitthvað annað dýrahræ ofan á. Þá er ólíklegra að það sé farið eitthvað lengra. Svo er klassískt sýrubað í stórri tunnu,“ segir Bylgja. Gætum þetta aldrei „Að því sögðu gætum við aldrei gert flugu mein. Hún væri búin að hora yfir sig af grenji og ég væri skíthrædd og skjálfandi. Við gætum þetta aldrei,“ segir Bylgja. En er efni í morðingja í öllum? „Við erum öll góð og byrjum öll með hreinan skjöld og höfum alla burði til þess að vera góð og góðar manneskjur en utanaðkomandi aðstæður geta gert hvert hvern sem er að morðingja,“ segir Bylgja. Og líkt og systurnar segja í lok hvers þáttar: þessi mál eru alltaf sami viðbjóðurinn - svo í guðanna bænum, verum góð hvert við annað.
Ísland í dag Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira