Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 08:40 Helgi Gunnlaugsson segir að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Stöð 2 Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða.
Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira