Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 11:40 Leynilögga skartar einvalaliði leikara. Leynilögga Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar að tekjur frá miðvikudegi til sunnudags hafi numið 23,7 milljónum króna. 13,445 gestir hafi mætt á myndina í bíó á þessum fimm dögum. Um fjórtán þúsund manns mættu á opnunarhelgina á Mýrinni á sínum tíma í október 2006, þ.e. helgardagana þrjá, svo að Mýrin á enn metið hvað varðar aðsókn á myndina út frá gestafjölda. Hefur myndin raunar töluvert forskot á Leynilögguna en 8,503 mættu á myndina helgardagana þrjá. Leynilögga hefur nú þegar vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana og ekki síst fyrir þær sakir að markvörður sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í fótbolta 2018 sé að leikstýra hasarmynd. Leynilögga er fyrsta leikna kvikmyndin sem Hannes Þór leikstýrir og fjallar myndin um grjótharða ofurlöggu sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Leynilögga var heimsfrumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni í ágúst og hefur þaðan af meðal annars verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Austin, á BFI kvikmyndahátíðinni í Lundúnum og á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Busan í Suður Kóreu. Kvikmyndin er skrifuð af Nínu Petersen, Sverri Þór Sverrissyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Myndin er framleidd af Lilju Ósk Snorradóttur fyrir Pegasus Pictures og með aðalhlutverk fara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Hlynur Haraldsson. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar að tekjur frá miðvikudegi til sunnudags hafi numið 23,7 milljónum króna. 13,445 gestir hafi mætt á myndina í bíó á þessum fimm dögum. Um fjórtán þúsund manns mættu á opnunarhelgina á Mýrinni á sínum tíma í október 2006, þ.e. helgardagana þrjá, svo að Mýrin á enn metið hvað varðar aðsókn á myndina út frá gestafjölda. Hefur myndin raunar töluvert forskot á Leynilögguna en 8,503 mættu á myndina helgardagana þrjá. Leynilögga hefur nú þegar vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana og ekki síst fyrir þær sakir að markvörður sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í fótbolta 2018 sé að leikstýra hasarmynd. Leynilögga er fyrsta leikna kvikmyndin sem Hannes Þór leikstýrir og fjallar myndin um grjótharða ofurlöggu sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Leynilögga var heimsfrumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni í ágúst og hefur þaðan af meðal annars verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Austin, á BFI kvikmyndahátíðinni í Lundúnum og á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Busan í Suður Kóreu. Kvikmyndin er skrifuð af Nínu Petersen, Sverri Þór Sverrissyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Myndin er framleidd af Lilju Ósk Snorradóttur fyrir Pegasus Pictures og með aðalhlutverk fara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Hlynur Haraldsson.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira