Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 11:26 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, hafa stigið fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar segist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór segist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Fréttastofa hafði samband við lögreglu á föstudag til að forvitnast um stöðu málsins, hvort rætt hefði verið við knattspyrnukappana eða einhvern annan í tengslum við málið. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, sagðist engar upplýsingar geta veitt um rannsókn málsins að svo stöddu. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður Eggerts, segir í samtali við Mbl.is að hans skjólstæðingur hafi ekki verið boðaður í skýrslutöku. Eggert vilji fá að svara fyrir ásakanirnar hjá lögreglu og þeir reikni með einhvers konar skýrslutöku í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum lögmanns Eggerts. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, hafa stigið fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Aron Einar segist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert Gunnþór segist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. Þrítug kona birti færslu á Instagram í maí þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Síðan þá hefur komið í ljós að meint brot átti sér stað að loknum landsleik við Danmörku í Kaupmannahöfn. Aron Einar sagðist í yfirlýsingu sinni í september, þar sem hann var ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landsliðið vegna málsins, ætla að óska eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Eggert Gunnþór sagði í yfirlýsingu sinni á föstudag að hann hefði þann 1. október óskað eftir því að fá að gera það sama. Fréttastofa hafði samband við lögreglu á föstudag til að forvitnast um stöðu málsins, hvort rætt hefði verið við knattspyrnukappana eða einhvern annan í tengslum við málið. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, sagðist engar upplýsingar geta veitt um rannsókn málsins að svo stöddu. Unnsteinn Elvarsson, lögmaður Eggerts, segir í samtali við Mbl.is að hans skjólstæðingur hafi ekki verið boðaður í skýrslutöku. Eggert vilji fá að svara fyrir ásakanirnar hjá lögreglu og þeir reikni með einhvers konar skýrslutöku í nóvember. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum lögmanns Eggerts.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26