Fótbolti

Viðræður við Fonseca vel á veg komnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýir eigendur Newcastle.
Nýir eigendur Newcastle. vísir/Getty

Portúgalski knattspyrnustjórinn Paulo Fonseca verður að öllum líkindum maðurinn sem fær starfið sem allir eru að tala um í fótboltaheiminum í dag hjá Newcastle United.

Fonseca er talinn líklegastur til að taka við stjórnartaumunum af Steve Bruce sem var rekinn, aðeins nokkrum dögum eftir að yfirtaka sádi-arabíska sjóðsins PIF gekk í gegn.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Fonseca átt í viðræðum við nýja forráðamenn Newcastle og hafa þær viðræður átt sér stað í Úkraínu. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla ganga viðræðurnar vel og líklegt að Fonseca verði kynntur sem nýr stjóri félagsins fyrr en síðar.

Vitað er að nýir eigendur Newcastle eru þeir langríkustu af eigendum fótboltaliða í heiminum og má ætla að félagið verði ansi stórtækt á leikmannamarkaðnum þegar hann opnar á nýju ári.

Hins vegar bíður nýs stjóra ærið verkefni að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni enda Newcastle ekki unnið leik enn sem komið er í vetur og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×