Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 09:47 Digital World er svokallað „special purpose acquisition company“, en slík fyrirtæki hafa verið kölluð „auður tékki“. AP/Seth Wenig Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira