Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 21:55 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi, er á breytingaskeiðinu og fræðir aðrar konur um þetta tímabil í gegnum síðuna Kvennaráð. Stöð 2 „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. „Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is) Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
„Ég áttaði mig á mínum eigin fordómum. Ég var búin að hugsa breytingaskeiðið um eitthvað kerlinga-eitthvað,“ segir Halldóra. Hún heldur úti vefsíðunni Kvennaráð og Instagram-síðu með sama nafni og fræðir þar konur um ýmislegt tengt kvenheilsu og breytingaskeiðinu. Hún var gestur í sérstökum þætti af Kviknar sem kom úr í dag, sá þriðji í umfjöllun Andreu Eyland og Hönnu Lilju Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum um breytingaskeiðið. „Við erum svo viðkvæmar á þessum tímapunkti að ef við erum ekki pirraðar að skella hurðum, þá förum við að gráta ef einhver hóstar,“ segir Halldóra meðal annars í viðtalinu. „Það er svo erfitt að fara og standa með sjálfri sér þegar þú ert jafnvel á síðustu dropunum þínum, þú ert farin að halda að þú sért að tapa þér, sért að missa það, sért crazy, en þú innst inni finnur að þetta eru hormónarnir. Svo ertu að fara að standa fyrir framan lærðan fagaðila sem segir þér eitthvað annað. Þú berð ekki í borðið.“ Halldóra er því oft að hjálpa konum að undirbúa sig fyrir læknisheimsókn til að ræða breytingaskeiðið, því ekki allir læknar eru jafn sérfróðir í breytingaskeiðinu, réttu lyfjunum, greiningum og þar fram eftir götum. „Ég hef alveg heyrt frá konum sem hafa farið til síns heimilislæknis og fengið fyrst alls konar önnur lyf. Fengið svefnlyf, fengið geðlyf, fengið mígrenilyf. Farið síðan aftur þegar við erum búnar að tala saman þá vísar læknirinn í burtu og veit ekkert um breytingaskeiðið.“ Hún segir auðvitað jákvætt að konur séu sendar áfram til kvensjúkdómalæknis, en það þurfi þá að gera fyrr. „Þá eru þær kannski búnar að fá alls konar lyfjakokteila sem að hafa ekki verið að gagnast þeim.“ Konur séu oft að fá ranga greiningu og ranga meðferð, því þurfi að fræða alla vel um breytingaskeiðið. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en fyrri umfjallanir þeirra um breytingaskeiðið má finna HÉR og HÉR á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Kvennaráð - Halldóra Skúla (@kvennarad.is)
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Breytingaskeiðið er meira en sveittar og pirraðar eldri konur „Þetta byrjar oft með því að konur fara að fá styttri tíðahring, það er í raun fyrsta merkið um að þú ert að nálgast þetta breytingaskeið,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 24. ágúst 2021 07:01