Bruce: Var kallaður heimskur og taktískt óhæfur kálhaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 12:01 Steve Bruce niðurlútur á hliðarlínunni í leik Newcastle United og Tottenham á sunnudaginn. Það gæti hafa verið hans síðasti leikur á stjóraferlinum. getty/Robbie Jay Barratt Steve Bruce segir að hann gæti hætt afskiptum af fótbolta eftir tíma sinn hjá Newcastle United. Hann segir að áreitið frá stuðningsmönnum liðsins hafi tekið sinn toll af honum og fjölskyldu hans. Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik. Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Bruce væri hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir rúmlega tveggja ára starf. Nýir eigendur Newcastle leita nú að nýjum stjóra. Bruce stýrði Newcastle í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Það var þúsundasti leikur hans á stjóraferlinum og hugsanlega sá síðasti. „Ég held að þetta gæti verið mitt síðasta starf. Þetta snýst ekki bara um mig, þetta hefur líka fengið á fjölskylduna sem eru „geordies“ [fólk frá svæðinu í kringum Tyneside] og geta ekki hunsað þetta,“ sagði Bruce við Telegraph. „Þau hafa haft áhyggjur af mér, sérstaklega Jan, eiginkona mín. Hún er stórkostleg kona, mamma og amma. Hún tókst á við fráfall foreldra minna og foreldrar hennar hafa ekki verið við góða heilsu. Svo þurfti hún að hafa áhyggjur af mér og því sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin.“ Bruce segir að stuðningsmenn Newcastle hafi verið á móti honum, allt frá því hann tók við liðinu sumarið 2019. Honum sárnaði sumt af því sem var sagt um hann. Sagður sóun á plássi „Þegar ég kom til Newcastle hélt ég að ég gæti tekist á við allt en þetta var virkilega, virkilega erfitt. Að fólk vildi mig ekki, vildi að mér mistækist, að lesa endalaust að ég myndi klúðra hlutunum, að ég væri gagnlaus sóun á plássi, heimskur, taktískt óhæfur kálhaus. Þetta var svona frá fyrsta degi,“ sagði Bruce. „Þegar úrslitin voru ágæt var talað um að fótboltinn sem við spiluðum væri glataður eða ég væri bara heppinn. Þetta var fáránlegt og alltaf í gangi, jafnvel þegar við náðum góðum úrslitum.“ Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Bruce við stjórnvölinn, 2019-20, og í 12. sæti á síðasta tímabili. Newcastle er núna í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir. Aðeins nýliðar Norwich City hafa náð í færri stig, eða tvö. Næsti leikur Newcastle er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á laugardaginn. Greame Jones stýrir Skjórunum í þeim leik.
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira