Steph Curry byrjaði NBA tímabilið á þrennu í sigri á Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 07:30 Stephen Curry er hér kominn framhjá Lakers mönnunum Anthony Davis og Kent Bazemore í sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers í nótt. Getty/Kevork Djansezian Golden State Warriors og Milwaukee Bucks fögnuðu sigri þegar tveir fyrstu leikirnir á nýju NBA-tímabili fór fram í nótt. Meistaraefnin í Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers þurftu á móti að sætta sig við tap. Steph Curry var með þrennu í 121-114 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers en bakvörðurinn var með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Curry hittir reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en það kom ekki að sök. Steph on finding a way to win on opening night! #KiaTipOff21 @StephenCurry30: 21 PTS, 10 REB, 10 AST, 3 STL pic.twitter.com/FnyWiJlYxj— NBA (@NBA) October 20, 2021 Warriors liðið skoraði 38 stig í lokaleikhlutanum sem liðið vann með níu stigum en Lakers var sex stigum yfir í hálfleik, 59-53. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Warriors með 20 stig og þeir Nemanja Bjelica og Damion Lee komu með fimmtán stig inn af bekknum. Hjá Lakers var LeBron James með 34 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Antonio Davis skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Russell Westbrook var hins vegar aðeins með 8 stig í fyrsta deildarleiknum með Lakers en hann hitti bara úr 4 af 13 skotum sínum. Carmelo Anthony kom með 9 stig inn af bekknum. Giannis up to 29 & 13... Fiserv Forum is ROCKIN'!#KiaTipOff21 on TNT pic.twitter.com/3t2HaQ9nzE— NBA (@NBA) October 20, 2021 Giannis Antetokounmpo og meistararnir í Milwaukee Bucks unnu öruggan 127-104 sigur á Brooklyn Nets í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Antetokounmpo var mjög flottur með 32 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Khris Middleton og Pat Connaughton voru báðir með 20 stig í leiknum en það kom ekki að sök að Jrue Holiday meiddist á hæl og spilaði ekki í seinni hálfleik. Kevin Durant var atkvæðamestur hjá Nets með 32 stig og 11 fráköst en Patty Mills skoraði 21 stig og hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. James Harden var með 20 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Steph Curry drops a triple-double to lift the @warriors on opening night! #KiaTipOff21 Jordan Poole: 20 PTS (16 in 2nd half)Nemanja Bjelica: 15 PTS, 11 REBLeBron James: 34 PTS, 11 REBAnthony Davis: 33 PTS, 11 REB pic.twitter.com/5mah6aytOO— NBA (@NBA) October 20, 2021 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Steph Curry var með þrennu í 121-114 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers en bakvörðurinn var með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Curry hittir reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum en það kom ekki að sök. Steph on finding a way to win on opening night! #KiaTipOff21 @StephenCurry30: 21 PTS, 10 REB, 10 AST, 3 STL pic.twitter.com/FnyWiJlYxj— NBA (@NBA) October 20, 2021 Warriors liðið skoraði 38 stig í lokaleikhlutanum sem liðið vann með níu stigum en Lakers var sex stigum yfir í hálfleik, 59-53. Jordan Poole var næststigahæstur hjá Warriors með 20 stig og þeir Nemanja Bjelica og Damion Lee komu með fimmtán stig inn af bekknum. Hjá Lakers var LeBron James með 34 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og Antonio Davis skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Russell Westbrook var hins vegar aðeins með 8 stig í fyrsta deildarleiknum með Lakers en hann hitti bara úr 4 af 13 skotum sínum. Carmelo Anthony kom með 9 stig inn af bekknum. Giannis up to 29 & 13... Fiserv Forum is ROCKIN'!#KiaTipOff21 on TNT pic.twitter.com/3t2HaQ9nzE— NBA (@NBA) October 20, 2021 Giannis Antetokounmpo og meistararnir í Milwaukee Bucks unnu öruggan 127-104 sigur á Brooklyn Nets í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Antetokounmpo var mjög flottur með 32 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Khris Middleton og Pat Connaughton voru báðir með 20 stig í leiknum en það kom ekki að sök að Jrue Holiday meiddist á hæl og spilaði ekki í seinni hálfleik. Kevin Durant var atkvæðamestur hjá Nets með 32 stig og 11 fráköst en Patty Mills skoraði 21 stig og hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. James Harden var með 20 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Steph Curry drops a triple-double to lift the @warriors on opening night! #KiaTipOff21 Jordan Poole: 20 PTS (16 in 2nd half)Nemanja Bjelica: 15 PTS, 11 REBLeBron James: 34 PTS, 11 REBAnthony Davis: 33 PTS, 11 REB pic.twitter.com/5mah6aytOO— NBA (@NBA) October 20, 2021
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira