Leita í húsum sem tengjast rússneskum ólígarka Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 19:12 Starfsmenn FBI við hús í Washington sem sagt er tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. AP/Manuel Balce Ceneta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) leituðu í dag í húsum í Washington DC og New York sem sögð eru tengjast rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska. Atlagan tengist rannsókn FBI en yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt Deripaska refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Deripaska er mjög auðugur og náinn Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann stakk margsinnis upp kollinum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og var beittur refsiaðgerðum árið 2018. Hann og nokkrir aðrir rússneskir auðkýfingar voru beittir refsiaðgerðum. Deripsaka reyndi þó að losna undan aðgerðunum með dómsmáli í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Alríkisdómari komst þó að þeirri niðurstöðu að aðgerðir fjármálaráðuneytisins ættu rétt á sér og auðjöfurinn hefði ekki fært rök fyrir máli sínu. Oleg Deripaska var beittur refsiaðgerðum vegna aðkomu hans að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.AP/Alexander Zemlianichenko Washington Post hefur eftir talskonu Deripaska að aðgerðirnar tengist refsiaðgerðunum. Hún segir einnig að auðjöfurinn eigi húsin ekki heldur ættingjar hans. Sjá einnig: Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Deripaska átti meirihluta í álfyrirtækinu Rusal, einu stærsta álfyrirtækja heims. Hann lét þó af stjórn sinni svo Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn því. Í frétt Bloomberg er vitnað í skýrslu sem gerð var fyrr á árinu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Deripsaka stjórnaði í raun enn Rusal. Hann notaði eigur fyrirtækisins og starfsmenn í bæði sinn hag og hag rússneskra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira