Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:50 Hér má sjá fyrirhugað skipulag Orkureitsins. Reitir Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Til stendur að byggja upp reitinn sem telur nú Ármúla 31 og aðliggjandi fasteignareiti í tengslum við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Rekjavíkurborg. Kaupin ná ekki til gamla Rafmagnsveituhússins að Suðurlandsbraut 34. Frá horni Grensásvegar og Ármúla. Horft er inn Ármúla og inn á byggingarreitinn í átt að gamla Rafmagnsveituhúsinu.Reitir Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta árfjórðungi næsta árs að því er fram kemur í tilkynningu. Kaupverðið verður greitt með peningum við undirritun samningsins en með samkomulaginu sem nú er í gildi hafa Reitir skuldbundið sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetra atvinnuhúsnæði, sem stendur til að byggja á lóðinni. Klippa: Uppbygging á Orkureitnum Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að lágreist hús sem standi við Ármúla víki fyrir þriggja til átta hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fái þó virðingarsess á lóðinni. „Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni,“ segir í tilkynningunni. Gamla Rafmagnsveituhúsið ásamt nýbyggingum séð úr Laugardalnum, handan Suðurlandsbrautar.Reitir Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni hækkar rekstrarhagnaður félagsins um 70 milljónir króna á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 milljónir króna. Á „Orkutorgi“, torgi á miðjum reitnum, sunnan við Orkuhúsið.Reitir Skipulag Reykjavík Reitir fasteignafélag Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Til stendur að byggja upp reitinn sem telur nú Ármúla 31 og aðliggjandi fasteignareiti í tengslum við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Rekjavíkurborg. Kaupin ná ekki til gamla Rafmagnsveituhússins að Suðurlandsbraut 34. Frá horni Grensásvegar og Ármúla. Horft er inn Ármúla og inn á byggingarreitinn í átt að gamla Rafmagnsveituhúsinu.Reitir Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta árfjórðungi næsta árs að því er fram kemur í tilkynningu. Kaupverðið verður greitt með peningum við undirritun samningsins en með samkomulaginu sem nú er í gildi hafa Reitir skuldbundið sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetra atvinnuhúsnæði, sem stendur til að byggja á lóðinni. Klippa: Uppbygging á Orkureitnum Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að lágreist hús sem standi við Ármúla víki fyrir þriggja til átta hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fái þó virðingarsess á lóðinni. „Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni,“ segir í tilkynningunni. Gamla Rafmagnsveituhúsið ásamt nýbyggingum séð úr Laugardalnum, handan Suðurlandsbrautar.Reitir Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni hækkar rekstrarhagnaður félagsins um 70 milljónir króna á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 milljónir króna. Á „Orkutorgi“, torgi á miðjum reitnum, sunnan við Orkuhúsið.Reitir
Skipulag Reykjavík Reitir fasteignafélag Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira