Gates hafi verið ráðlagt að láta af óviðeigandi tölvupóstsamskiptum Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 21:56 Bill Gates er sagður hafa átt í kynferðislegum samskiptum við starfsmann Microsoft. Getty Images Yfirmenn hjá Microsoft eru sagðir hafa ráðlagt Bill Gates að hætta kynferðislegum tölvupóstsamskiptum við kvenkyns starfsmann fyrirtækisins árið 2008. Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira