Fimm forvitnilegir sem vert er að fylgjast með í NBA-deildinni í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2021 23:00 NBA-meistarinn Talen Horton-Tucker er á listanum en talið er að hann fái stórt hlutverk í liði Los Angeles Lakers í vetur. Kevork Djansezian/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hefst annað kvöld þegar ríkjandi meistarar Milwaukee Bucks taka á móti Brooklyn Nets. Stöð 2 Sport mun áfram sýna frá deildinni og reikna má með hörkuleiktíð með fjölda mismunandi sögulína. Það verður áhugavert að sjá hvernig Giannis Antetokounmpo og félagar í Bucks takast á við það að vera ríkjandi meistarar. Erfiðara að verja titil en að vinna hann og allt það. Kyrie Irving hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hann neitar að láta bólusetja sig og mun því ekki spila með Brooklyn Nets. Mikið hefur verið rætt og ritað um samsetningu Los Angeles Lakers. LeBron James leiðir lið þar sem flestir eru á síðustu metrunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið höndlar álag NBA-deildarinnar. Liðið tapaði öllum sex æfingaleikjum sínum og ljóst að það þarf að fínpússa fleiri en einn hlut áður en deildin fer af stað annað kvöld. Þá tók ESPN tsaman hvaða fimm leikmenn gætu stolið senunni í vetur. Reynt var að forðast að hafa stórstjörnur, áhugaverðustu nýliðana eða þá sem sprungu út í fyrra á listanum. Darius Garland (Cleveland Cavaliers) Darius Garland gegn Bradley Beal.EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Hinn 21 árs gamli Garland sprakk út eftir að skora 37 stig gegn San Antonio Spurs í apríl á síðustu leiktíð ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Sá leikur breytti hugarfari Garland sem var með 17,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Garland er einn af mýmörgum leikmönnum deildarinnar sem virðist geta skotið nánast hvar sem er á vellinum. Þjálfarateymi Cleveland vill sjá hann taka enn fleiri þrista en á síðustu leiktíð þar sem hann var með fimm að meðaltali í leik. Takist Garland að taka næsta skref á sínum ferli er ljóst að hann og Collin Sexton geta gert góða hluti með ungt lið Cleveland. Þeir taka ekki mark á gagnrýnina sem byggist aðallega á því að þeir séu of svipaðir leikmenn. „Við höfum séð Fred VanVleet og Kyle Lowry gera þetta svo af hverjum getum við það ekki? Ég tel okkur vera aðeins betri í dag en þeir voru á okkar aldri.“ Chume Okeke (Orlando Magic) Chuma Okeke er einn af þeim sem á að leiða endurbyggingu Orlando-liðsins.Alex Menendez/Getty Images Hinn 23 ára gamli Okeke spilaði ekkert á sínu fyrsta tímabili í deildinni þar sem hann var að jafna sig af hnémeiðslum. Hann var hlédrægur og talaði lítið sem ekkert við liðsfélaga sína. Hann hefur opnað sig aðeins og er vel metinn af liðsfélögum sínum. Hann spilaði sem kraftframherji á síðustu leiktíð en talið er að Orlando stefni á að nýta hann í fleiri hlutverkum í vetur. Okeke skoraði aðeins 7,8 stig að meðaltali á síðustu leiktíð ásamt því að taka 4 fráköst. Orlando vonast til að Okeke bæti um betur í ár sem og að hann nýtist enn betur varnarlega. OG Anunoby (Toronto Raptors) OG Anunoby hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin misseri.EPA-EFE/ERIK S. LESSER Anunoby ætti í raun að vera útskrifaður þegar kemur að svona listum eftir að hafa skorað 16 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. ESPN, líkt og leikmaðurinn sjálfur, telur þó að hann geti tekið enn eitt skrefið fram á við. Hinn 24 ára gamli Anunoby hefur verið í deildinni frá 2017 en hefur verið einkar óheppinn. Faðir hans lést skömmu fyrir tímabilið 2018-2019, fyrir úrslitakeppnina það tímabilið sprakk botnlangi leikmannsins. Hann hefur einnig verið að glíma við ýmis leiðinleg meiðsli síðan. Kórónufaraldurinn hefur svo haft sín áhrif á öll lið deildarinnar en Toronto var eina liðið sem þurfti að flytja. „Óheppni og slæmar tímasetningar. Ekkert sem hægt er að gera í því,“ segir Anunoby um hrakfarir sínar og ljóst er að hann – og Toronto – ætla sér stóra hluti í vetur. Robert Williams III (Boston Celtics) Robert Williams III heldur í baráttunni gegn Russell Westbrook.EPA-EFE/CJ GUNTHER Hinn 23 ára gamli Williams gæti orðið einn af betri varnarmönnum deildarinnar þegar fram líða stundir. Honum er alveg sama um tölfræði og hversu mörg stig hann skorar, eina sem skiptir hann máli er að vinna leiki. Hann er kallaður „Time Lord“ af samherjum sínum. Mætti þýða það sem Lávarður Tími en Williams er einkar stundvís og hefur sætt sig við að gælunafnið muni mögulega elta hann um ókomna tíð. Hans helsti ókostur er fjöldi meiðsla en Williams hefur aðeins spilað 113 leiki á þremur tímabilum í NBA-deildinni til þessa. Í aðeins einum leik hefur hann spilað meira en 30 mínútur. Takist honum að haldast heill þá er Boston með demant í höndunum. Talen Horton-Tucker (Los Angeles Lakers) Talen Horton-Tucker í leik gegn Toronto Raptors.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Hinn tvítugi Horton-Tucker er mögulega of ungur til að vera á þessum lista þar sem það er enn alls óvíst hversu stórt hlutverk hann mun spila í öldnu liði Lakers í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN hefur þjálfarateymi Lakers íhugað að setja THT eins og hann er nær alltaf kallaður í byrjunarliðið til að gefa liðinu unga og ferska fætur. Hann fékk nýjan þriggja ára samning í sumar og var í raun valinn fram yfir Alex Caruso sem fór til Chicago Bulls. THT getur leyst margar stöður fyrir Lakers og er talinn mjög spennandi kostur, sérstaklega miðað við aldur. Ef honum tekst að bæta skotnýtingu sína fyrir utan þriggja stiga línuna er aldrei að vita nema hann negli byrjunarliðssætið niður og hjálpi Lakers að endurtaka leikinn frá 2020. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Það verður áhugavert að sjá hvernig Giannis Antetokounmpo og félagar í Bucks takast á við það að vera ríkjandi meistarar. Erfiðara að verja titil en að vinna hann og allt það. Kyrie Irving hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hann neitar að láta bólusetja sig og mun því ekki spila með Brooklyn Nets. Mikið hefur verið rætt og ritað um samsetningu Los Angeles Lakers. LeBron James leiðir lið þar sem flestir eru á síðustu metrunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið höndlar álag NBA-deildarinnar. Liðið tapaði öllum sex æfingaleikjum sínum og ljóst að það þarf að fínpússa fleiri en einn hlut áður en deildin fer af stað annað kvöld. Þá tók ESPN tsaman hvaða fimm leikmenn gætu stolið senunni í vetur. Reynt var að forðast að hafa stórstjörnur, áhugaverðustu nýliðana eða þá sem sprungu út í fyrra á listanum. Darius Garland (Cleveland Cavaliers) Darius Garland gegn Bradley Beal.EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Hinn 21 árs gamli Garland sprakk út eftir að skora 37 stig gegn San Antonio Spurs í apríl á síðustu leiktíð ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Sá leikur breytti hugarfari Garland sem var með 17,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Garland er einn af mýmörgum leikmönnum deildarinnar sem virðist geta skotið nánast hvar sem er á vellinum. Þjálfarateymi Cleveland vill sjá hann taka enn fleiri þrista en á síðustu leiktíð þar sem hann var með fimm að meðaltali í leik. Takist Garland að taka næsta skref á sínum ferli er ljóst að hann og Collin Sexton geta gert góða hluti með ungt lið Cleveland. Þeir taka ekki mark á gagnrýnina sem byggist aðallega á því að þeir séu of svipaðir leikmenn. „Við höfum séð Fred VanVleet og Kyle Lowry gera þetta svo af hverjum getum við það ekki? Ég tel okkur vera aðeins betri í dag en þeir voru á okkar aldri.“ Chume Okeke (Orlando Magic) Chuma Okeke er einn af þeim sem á að leiða endurbyggingu Orlando-liðsins.Alex Menendez/Getty Images Hinn 23 ára gamli Okeke spilaði ekkert á sínu fyrsta tímabili í deildinni þar sem hann var að jafna sig af hnémeiðslum. Hann var hlédrægur og talaði lítið sem ekkert við liðsfélaga sína. Hann hefur opnað sig aðeins og er vel metinn af liðsfélögum sínum. Hann spilaði sem kraftframherji á síðustu leiktíð en talið er að Orlando stefni á að nýta hann í fleiri hlutverkum í vetur. Okeke skoraði aðeins 7,8 stig að meðaltali á síðustu leiktíð ásamt því að taka 4 fráköst. Orlando vonast til að Okeke bæti um betur í ár sem og að hann nýtist enn betur varnarlega. OG Anunoby (Toronto Raptors) OG Anunoby hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin misseri.EPA-EFE/ERIK S. LESSER Anunoby ætti í raun að vera útskrifaður þegar kemur að svona listum eftir að hafa skorað 16 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. ESPN, líkt og leikmaðurinn sjálfur, telur þó að hann geti tekið enn eitt skrefið fram á við. Hinn 24 ára gamli Anunoby hefur verið í deildinni frá 2017 en hefur verið einkar óheppinn. Faðir hans lést skömmu fyrir tímabilið 2018-2019, fyrir úrslitakeppnina það tímabilið sprakk botnlangi leikmannsins. Hann hefur einnig verið að glíma við ýmis leiðinleg meiðsli síðan. Kórónufaraldurinn hefur svo haft sín áhrif á öll lið deildarinnar en Toronto var eina liðið sem þurfti að flytja. „Óheppni og slæmar tímasetningar. Ekkert sem hægt er að gera í því,“ segir Anunoby um hrakfarir sínar og ljóst er að hann – og Toronto – ætla sér stóra hluti í vetur. Robert Williams III (Boston Celtics) Robert Williams III heldur í baráttunni gegn Russell Westbrook.EPA-EFE/CJ GUNTHER Hinn 23 ára gamli Williams gæti orðið einn af betri varnarmönnum deildarinnar þegar fram líða stundir. Honum er alveg sama um tölfræði og hversu mörg stig hann skorar, eina sem skiptir hann máli er að vinna leiki. Hann er kallaður „Time Lord“ af samherjum sínum. Mætti þýða það sem Lávarður Tími en Williams er einkar stundvís og hefur sætt sig við að gælunafnið muni mögulega elta hann um ókomna tíð. Hans helsti ókostur er fjöldi meiðsla en Williams hefur aðeins spilað 113 leiki á þremur tímabilum í NBA-deildinni til þessa. Í aðeins einum leik hefur hann spilað meira en 30 mínútur. Takist honum að haldast heill þá er Boston með demant í höndunum. Talen Horton-Tucker (Los Angeles Lakers) Talen Horton-Tucker í leik gegn Toronto Raptors.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Hinn tvítugi Horton-Tucker er mögulega of ungur til að vera á þessum lista þar sem það er enn alls óvíst hversu stórt hlutverk hann mun spila í öldnu liði Lakers í vetur. Samkvæmt heimildum ESPN hefur þjálfarateymi Lakers íhugað að setja THT eins og hann er nær alltaf kallaður í byrjunarliðið til að gefa liðinu unga og ferska fætur. Hann fékk nýjan þriggja ára samning í sumar og var í raun valinn fram yfir Alex Caruso sem fór til Chicago Bulls. THT getur leyst margar stöður fyrir Lakers og er talinn mjög spennandi kostur, sérstaklega miðað við aldur. Ef honum tekst að bæta skotnýtingu sína fyrir utan þriggja stiga línuna er aldrei að vita nema hann negli byrjunarliðssætið niður og hjálpi Lakers að endurtaka leikinn frá 2020. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira