Fórnarlömbin í Kongsberg voru myrt með eggvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 15:10 Þrjár konu leggja blóm og kerti til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Kongsberg. Vísir/EPA Fimm manns sem létu lífið í árás vopnaðs manns í Kongsberg í Noregi í síðustu viku voru stungnir til bana en ekki skotnir með boga og örvum eins og talið var í fyrstu. Sumir þeirra voru myrtir heima hjá sér en aðrir úti á götu. Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Upphaflega var talið að árásarmaðurinn hefði myrt fólk með boga og örvum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Hann skaut lögreglumann á frívakt með ör í verslun í miðborginni áður en hann komst undan. Lögregla telur að hann hafi framið öll morðin eftir fyrstu viðskipti hans við lögreglumenn. Nú segir lögreglan að öll fórnarlömbin, fjórar konur og einn karl, hafi verið myrt með tveimur eggvopnum. Yngsta fórnarlambið var 52 ára en það elsta 78 ára. Svo virðist sem að árásarmaðurinn, sem 37 ára gamall karlmaður af dönskum ættum sem er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða, hafi losað sig við bogann eftir átökin við lögreglu í versluninni. Hann virðist þó hafa skotið örvum að vegfarendum á flóttanum. Per Thomas Omholt, rannsóknarlögreglumaður, útskýrði ekki hvers vegna það hefði tekið lögregluna sex daga að komast að því hvernig fólkið var myrt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Telja veikindin líklegri skýringu en öfgahyggju Omholt sagði að svo virtist sem að fórmarlömbin hafi árásarmaðurinn valið af handahófi. Hann vildi ekki gefa upp hvers konar eggvopn hann hefði notað. Fyrst eftir árásina var talið að um mögulega hefði verið um hryðjuverk að ræða. Árásarmaðurinn hefði snúist til íslamstrúar og hneigst að öfgahyggju. Nú telur lögreglan veikindi hans líklegri skýringu á gjörðum hans. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði metinn sakhæfur. Hann er nú vistaður á heilbrigðisstofnun. Öryggisstofnun Noregs (PST) hafði fengið nokkrar ábendingar um árásarmannninn undanfarin ár. Æskuvinur hans lét lögregluna vita af myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2017. Ári síðar lét stofnunin heilbrigðisyfirvöld vita af því að hann kynni að vera alvarlega geðveikur, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. 16. október 2021 13:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent