Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 08:39 Fjögur skandinavísk flugfélög, þar á meðal SAS, hafa afnumið grímuskyldu í flugferðum til og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. EPA/MAURITZ ANTIN Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira