Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 08:39 Fjögur skandinavísk flugfélög, þar á meðal SAS, hafa afnumið grímuskyldu í flugferðum til og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. EPA/MAURITZ ANTIN Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira