Aaron Rodgers sagði allri stúkunni í Chicago að hann ætti þau ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 12:00 Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers litu illa út í fyrsta leik en hafa síðan ekki tapað leik. Getty/Quinn Harris Arizona Cardinals hélt sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni með sannfærandi hætti í gær og hefur unnið fyrstu sex leiki tímabilsins. Kyler Murray og félagar í Arizona Cardinals mættu til leiks á móti Cleveland Browns án þjálfara sína þar sem Kliff Kingsbury fékk kórónuveiruna. Það háði liðinu ekki mikið því Murray var frábær og Cardinals vann 37-14 sigur. Murray átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum. Another day, another easy TD for @DeAndreHopkins. #RedSea : #AZvsCLE on FOX : NFL app pic.twitter.com/BAoty4lAOm— NFL (@NFL) October 17, 2021 Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar, hefur verið í tómu veseni að undanförnu og þetta leit ekki vel út hjá Kansas City Chiefs á móti Washington Football Team eftir að Mahomes kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleik. Mahomes og félagar vöknuðu í hálfleik og keyrðu yfir Washington menn eftir hlé þar sem leikstjórnandi snjalli átti meðal annars þrjár snertimarkssendingar. Chiefs komst þar með aftur í fimmtíu prósent sigurhlutfall. .@PatrickMahomes connects with @Demarcus for the score! #ChiefsKingdom : #KCvsWAS on CBS : NFL app pic.twitter.com/x4OGvvoFTC— NFL (@NFL) October 17, 2021 Green Bay Packers vann 24-14 sigur í nágrannaslag á útivelli á móti Chicago Bears. Aaron Rodgers átti tvær snertimarkssendingar og gerði síðan út um leikinn með því að skora sjálfur eitt snertimark í lokin. Í framhaldinu hljóp hann í átt að Chicago stúkunni og öskraði að hann ætti þau ennþá. Þetta var fimmti sigur Packers liðsins í röð og Rodgers hefur unnið 22 af 27 leikjum sínum á ferlinum á móti Chicago Bears. BAD MAN. @AaronRodgers12 : #GBvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/lHghsq962t— NFL (@NFL) October 17, 2021 Baltimore Ravens liðið er líka á miklu skriði og fór illa með Los Angeles Chargers í 34-6 sigri. Þetta var fimmti sigur Ravens manna í röð. Chargers var búið að vinna þrjá leiki í röð og skoraði 42 stig í leiknum á undan. Leikstjórnandinn ungi Justin Herbert og félagar hans komust ekkert áfram og gamalreyndu hlaupararnir Latavius Murray, Le’Veon Bell og Devonta Freeman skoruðu allir snertimörk fyrir Hrafnana. The game-winner. #DallasCowboys #DALvsNE pic.twitter.com/nXRLKtzO4T— NFL (@NFL) October 17, 2021 Dallas Cowboys vann sinn fimmta leik í röð en þurfti framlengingu til að landa sigri á móti New England Patriots. Útherjinn kórónaði stórleik sinn með því að skora snertimarkið sem tryggði sigurinn í framlengingunni eftir frábæra sendingu frá Dak Prescott. Matthew Stafford átti þrjár af fjórum snertimarkssendingum sínum í 28 stiga öðrum leikhluta þegar Los Angeles Rams vann 38-11 sigur á meiðslahjáðu liði New York Giants. Útherjinn Cooper Kupp skoraði tvö af þessum snertimörkum. Rams hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum á tímabilinu. Jacksonville Jaguars tókst að endan tuttugu leikja taphrinu sínu, þá næstlengstu í sögu NFL, með því að vinna 23-20 sigur á Miami Dolphins í leik sem var spilaður í London. Sparkarinn Matthew Wright tryggði sigurinn með 53 jarda vallarmarki um leið og leiktíminn rann út eftir að hafa jafnað metin með öðru 54 jarda vallarmarki fyrr í lokaleikhlutanum. Every touchdown from NFL RedZone in Week 6! pic.twitter.com/Aop779ehBH— NFL (@NFL) October 18, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging) NFL Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Kyler Murray og félagar í Arizona Cardinals mættu til leiks á móti Cleveland Browns án þjálfara sína þar sem Kliff Kingsbury fékk kórónuveiruna. Það háði liðinu ekki mikið því Murray var frábær og Cardinals vann 37-14 sigur. Murray átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum. Another day, another easy TD for @DeAndreHopkins. #RedSea : #AZvsCLE on FOX : NFL app pic.twitter.com/BAoty4lAOm— NFL (@NFL) October 17, 2021 Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar, hefur verið í tómu veseni að undanförnu og þetta leit ekki vel út hjá Kansas City Chiefs á móti Washington Football Team eftir að Mahomes kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleik. Mahomes og félagar vöknuðu í hálfleik og keyrðu yfir Washington menn eftir hlé þar sem leikstjórnandi snjalli átti meðal annars þrjár snertimarkssendingar. Chiefs komst þar með aftur í fimmtíu prósent sigurhlutfall. .@PatrickMahomes connects with @Demarcus for the score! #ChiefsKingdom : #KCvsWAS on CBS : NFL app pic.twitter.com/x4OGvvoFTC— NFL (@NFL) October 17, 2021 Green Bay Packers vann 24-14 sigur í nágrannaslag á útivelli á móti Chicago Bears. Aaron Rodgers átti tvær snertimarkssendingar og gerði síðan út um leikinn með því að skora sjálfur eitt snertimark í lokin. Í framhaldinu hljóp hann í átt að Chicago stúkunni og öskraði að hann ætti þau ennþá. Þetta var fimmti sigur Packers liðsins í röð og Rodgers hefur unnið 22 af 27 leikjum sínum á ferlinum á móti Chicago Bears. BAD MAN. @AaronRodgers12 : #GBvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/lHghsq962t— NFL (@NFL) October 17, 2021 Baltimore Ravens liðið er líka á miklu skriði og fór illa með Los Angeles Chargers í 34-6 sigri. Þetta var fimmti sigur Ravens manna í röð. Chargers var búið að vinna þrjá leiki í röð og skoraði 42 stig í leiknum á undan. Leikstjórnandinn ungi Justin Herbert og félagar hans komust ekkert áfram og gamalreyndu hlaupararnir Latavius Murray, Le’Veon Bell og Devonta Freeman skoruðu allir snertimörk fyrir Hrafnana. The game-winner. #DallasCowboys #DALvsNE pic.twitter.com/nXRLKtzO4T— NFL (@NFL) October 17, 2021 Dallas Cowboys vann sinn fimmta leik í röð en þurfti framlengingu til að landa sigri á móti New England Patriots. Útherjinn kórónaði stórleik sinn með því að skora snertimarkið sem tryggði sigurinn í framlengingunni eftir frábæra sendingu frá Dak Prescott. Matthew Stafford átti þrjár af fjórum snertimarkssendingum sínum í 28 stiga öðrum leikhluta þegar Los Angeles Rams vann 38-11 sigur á meiðslahjáðu liði New York Giants. Útherjinn Cooper Kupp skoraði tvö af þessum snertimörkum. Rams hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum á tímabilinu. Jacksonville Jaguars tókst að endan tuttugu leikja taphrinu sínu, þá næstlengstu í sögu NFL, með því að vinna 23-20 sigur á Miami Dolphins í leik sem var spilaður í London. Sparkarinn Matthew Wright tryggði sigurinn með 53 jarda vallarmarki um leið og leiktíminn rann út eftir að hafa jafnað metin með öðru 54 jarda vallarmarki fyrr í lokaleikhlutanum. Every touchdown from NFL RedZone in Week 6! pic.twitter.com/Aop779ehBH— NFL (@NFL) October 18, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging)
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging)
NFL Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti