Viðskipti erlent

Hægir á hjólum efna­hags­lífsins í Kína

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Verg landsframleiðsla jókst um 7,9 prósent á öðrum ársfjórðungi og höfðu spár gert ráð fyrir 5,2 prósenta aukningu á þeim þriðja.
Verg landsframleiðsla jókst um 7,9 prósent á öðrum ársfjórðungi og höfðu spár gert ráð fyrir 5,2 prósenta aukningu á þeim þriðja. AP

Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða.

Landsframleiðslan jókst minna á þriðja ársfjórðungi en spáð hafði verið fyrir um en rafmagnsleysi í Kína, tafir á flutningum, faraldur kórónuveirunnar og vandamál í fasteignageira landsins hafa dregið úr vextinum að því er segir í umfjöllun Guardian.

Seðlabankastjóri Kína sagði í morgun að ástand efnahagsmála sé gott í landinu en sérfræðingar óttast þó að ástandið eigi enn eftir að versna þannig að útkoma ársins í heild verði sú lakasta í rúm tíu ár.

Verg landsframleiðsla jókst um 7,9 prósent á öðrum ársfjórðungi og höfðu spár gert ráð fyrir 5,2 prósenta aukningu á þeim þriðja.


Tengdar fréttir

Sömdu við kröfu­hafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli

Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×