Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 11:01 Candace Parker hleypur með boltann eftir lokaflautið og lið hennar Chicago Sky var orðið WNBA meistari. Getty/Stacy Revere Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Chicago Sky liðið tryggði sér WNBA titilinn í gær, þann fyrsta í sögu félagsins, með sex stiga sigri í fjórða leiknum á móti Phoenix Mercury, 80-74. Sky vann einvígið 3-1. CHAMPIONS For the first time in franchise history, the @chicagosky are #WNBA champs!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/XxHAGlnW4D— WNBA (@WNBA) October 17, 2021 Phoenix Mercury var ellefu stigum yfir um tíma í leiknum og það leit út fyrir að Phoenix konur ætluðu að tryggja sér annan leik. Sky liðið var á öðru máli, vann síðustu fimm mínútur leiksins 15-2 og tryggði sér titilinn. Sky liðið vann bara helminginn af deildarleikjum sínum og var langt frá því að vera sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni. Liðið endaði í sjötta sæti í deildinni og hefur lið svo neðarlega í deildinni aldrei orðið áður WNBA meistari. Í úrslitakeppninni small allt saman og liðið sló bæði Dallas Wings og Minnesota Lynx þar sem spilaður var bara einn leikur og vann síðan 3-1 sigur á Connecticut Sun í undanúrslitunum. We did it. IN CHICAGO. FOR CHICAGO. pic.twitter.com/NhOHcgFND6— Chicago Sky (@chicagosky) October 17, 2021 Kahleah Copper var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna en hún fór fyrir liðinu í baráttu og var með 17,0 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í lokaúrslitunum. Framlag leikstjórnandans, Courtney Vandersloot, var líka mikið en hún var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst í síðasta leiknum. Tvær af bestu leikmönnum liðsins eru báðar frá Illinois en voru búnar að vera mislengi með Sky liðinu. Allie Quigley, sem spilaði um tíma með Helenu Sverrisdóttur í Evrópu, hefur verið með liðinu frá 2013 og skoraði 26 stig og fimm þrista í leiknum. Candace Parker and her daughter Lailaa pic.twitter.com/QbGWiDgAk2— ESPN (@espn) October 17, 2021 Hinn leikmaðurinn er Candace Parker, sem varð meistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Parker var með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða og síðasta leiknum. Parker var mikill Chicago Bulls og Michael Jordan aðdáandi þegar hún var yngri. Þetta var fyrsti WNBA titilinn Chicago Sky og fyrsti körfuboltatitilinn í borginni síðan að Chicago Bulls vann sinn sjötta titil á átta tímabilum sumarið 1998. Parker er 35 ára gömul og hafði áður unnið titilinn með liði Los Angeles Sparks sem hún lék með í tólf ár. Hún hefur tvisvar sinnum verið valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar og fékk þau verðlaun líka í úrslitaeinvíginu 2016.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira