Yfir 40% stuðningsmanna Tottenham segjast myndu hætta að mæta á leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 08:00 Stuðningsmenn Tottenham Hotspur eru ekki hrifnir af yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á Newcastle. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Ný könnun meðal stuðningsmanna Tottenham sýnir að um 41% þeirra myndi hætta að mæta á leiki liðsins ef félagið myndi ganga í gegnum svipuð eigendaskipti og Newcastle, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Yfirtaka sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hefur haft áhrif á öll hin 19 lið úrvalsdeildarinnar, en nýir eigendur félagsins eru þeir langríkustu, ekki bara í deildinni, heldur í heimsfótboltanum. Þar sem að Newcastle tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni seinna í dag, ákvað íþróttamiðillinn The Athletic að spyrja stuðningsmenn Tottenham hvernig þeim litist á yfirtöku andstæðinga þeirra. Stuðningsmennirnir fengu fimm spurningar, en svörin við einni þeirra koma þó kannski mest á óvart. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Í þeirri spurningu voru stuðningsmennirnir spurðir að því hvort að þeir myndu hætta að styðja liðið, eða hætta að mæta á leiki liðsins, ef svipuð eigendaskipti ætti sér stað hjá Tottenham. Af þeim sem svöruðu voru 41% sem svöruðu játandi. Í sömu könnun kom einnig fram að tæplega 80% stuðningsmanna Tottenham vilja hafa svipaða eigendauppbyggingu og er núna, frekar en þá sem er hjá Newcastle eftir yfirtökuna. 🗞[@TheAthleticUK] | Following a recent independent survey held with regards to how Tottenham Hotspur fans feel if the club was purchased by a Saudi equivalent to Newcastle Utd: 👋41%: Would Boycott Future Games 👔80%: Would Prefer ENIC Over Newcastle Utd Owners#THFC #COYS pic.twitter.com/xf0lDvVsWU— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) October 16, 2021 Þá sögðust 69% aðspurða finna fyrir reiði, pirringi, eða vera vonsviknir með yfirtökuna, á meðan aðeins rétt rúm 16% sögðust öfunda Newcastle af nýju eigendunum.Hvort sem að þessar niðurstöður endurspegli tilfinningar stuðningsmanna annara liða í ensku úrvalsdeildinni eða ekki, er nokkuð ljóst að mörgum þykir ekki mikið til hennar koma. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00 Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31 Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Yfirtaka sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hefur haft áhrif á öll hin 19 lið úrvalsdeildarinnar, en nýir eigendur félagsins eru þeir langríkustu, ekki bara í deildinni, heldur í heimsfótboltanum. Þar sem að Newcastle tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni seinna í dag, ákvað íþróttamiðillinn The Athletic að spyrja stuðningsmenn Tottenham hvernig þeim litist á yfirtöku andstæðinga þeirra. Stuðningsmennirnir fengu fimm spurningar, en svörin við einni þeirra koma þó kannski mest á óvart. Tæplega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Í þeirri spurningu voru stuðningsmennirnir spurðir að því hvort að þeir myndu hætta að styðja liðið, eða hætta að mæta á leiki liðsins, ef svipuð eigendaskipti ætti sér stað hjá Tottenham. Af þeim sem svöruðu voru 41% sem svöruðu játandi. Í sömu könnun kom einnig fram að tæplega 80% stuðningsmanna Tottenham vilja hafa svipaða eigendauppbyggingu og er núna, frekar en þá sem er hjá Newcastle eftir yfirtökuna. 🗞[@TheAthleticUK] | Following a recent independent survey held with regards to how Tottenham Hotspur fans feel if the club was purchased by a Saudi equivalent to Newcastle Utd: 👋41%: Would Boycott Future Games 👔80%: Would Prefer ENIC Over Newcastle Utd Owners#THFC #COYS pic.twitter.com/xf0lDvVsWU— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) October 16, 2021 Þá sögðust 69% aðspurða finna fyrir reiði, pirringi, eða vera vonsviknir með yfirtökuna, á meðan aðeins rétt rúm 16% sögðust öfunda Newcastle af nýju eigendunum.Hvort sem að þessar niðurstöður endurspegli tilfinningar stuðningsmanna annara liða í ensku úrvalsdeildinni eða ekki, er nokkuð ljóst að mörgum þykir ekki mikið til hennar koma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00 Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31 Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. 15. október 2021 15:00
Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. 15. október 2021 13:31
Amnesty samtökin vilja fund með ensku úrvalsdeildinni og það strax Það eru margir ósáttir með Sádi Arabar hafi getað keypt enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United og framkvæmdastjóri Amnesty samtakanna í Bretlandi segir að kaupin veki upp margar óþægilegar spurningar. 13. október 2021 09:00
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51