Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein samskipti við fólk. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur. Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur.
Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16