Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í Kongsberg Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 11:19 Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hann sést hér á skjáskoti úr myndbandi frá 2017. Héraðsdómstóll í Buskerud í Noregi úrskurðaði karlmann á fertugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald í morgun vegna fjöldamorðsins í Kongsberg á miðvikudag. Maðurinn verður látinn sæta einangrunarvist fyrstu tvær vikurnar. Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira